Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 31

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 31
 vetrum og vaknar til lífsins á vorin. Björninn vaknar einnig með harm- kvælum og látum eftir leiðslusvefn þenna. Fullvaxinn karlbjörn er sjaman- inn í fullveldi sínu (Glosecki 1989, bls. 198 o.áfr.). Meðal þjóðflokka sem lifa samkvæmt hefðum forfeðra sinna frá Lapplandi til Labrador hvílir helgi yfir skrokki bjarndýrsins (Davidson 1978, bls. 130; Price 2002, bls. 247, auk tilvísana). Þegar björn hefur verið veginn eða komist undir manna hendur með öðrum hætti, gerist það einvörðungu af þeirri ástæðu að hann hefur kosið það sjálfur. Hann hefur því m.ö.o. gefið sig í vald veiðimannsins (Ingold 2000, bls. 121). Með öllum þjóðum Norður-Asíu og Evrópu eru flestar trúarathafnir og allflest bannhelgi tengd bjarndýrinu og bjarnarveiðum, sem lýtur stjórn og leiðsögn sjamansins, þess manns sem hefur mesta stjórn á hamskiptum sínum (Ingold 2000, bls. 123). Til dæmis er trýni dýrsins skorið af og fest fyrir vitin á einum af veiðimönnunum í virðingar- skyni. Því næst er veiðin leikin aftur eins og sviðsleikur og veiðimennirnir biðja björninn fyrirgefningar fyrir að hafa vegið hann, frænda sinn, til að metta fjölskyldu sína (Glosecki 1983, bls. 203). Þar að auki var til rótgróinn siður að drekka blóð úr birninum til að vinna styrk og þor bjarnarins (Davidson 1978, bls. 130). Með því að gefa sig á vald veiðimannsins, yfirfærir björninn að hluta til eiginleika sína og getu til mannanna, fyrir utan lífmassa sinn sem næringu. Og með því að fara rétt að við veiðina og meðhöndla rétt bjarnar- skrokkinn og beinin, leysir hann úr læðingi lífsorkuna og tryggir endur- fæðingu. Maður og björn gangast þar með í ósamhverft fóstbræðralag, þar sem björninn tryggir manninum líf með því að láta sig drepa. Í verufræði andatrúarinnar eins og hún er t.d. stunduð meðal Sama hefur veiðin því í grundvallaratriðum aukalega merkingu. Auk þess að vera fæðuöflun er bjarnar- veiðin undirstaða endurnýjunar heims- ins (Ingold 2000, bls. 114). Þetta samneyti manns og bjarnar birtist í þeirri hefð að kalla bjarndýr afa sinn og hafa í heiðri trúarathafnir í tengslum við bjarndýraveiðar, eins og tíðkast hefur fram á 20. öld. Sérhverjum seið lauk með því að bjarnarbeinin voru jörðuð (Näsström 1996, auk tilvísana). Á Norðurlöndum eru heimildir fyrir bjarnardýrkun í þeirri mynd sem hún þekkist frá heimskautasvæðunum, helstar úr samískum trúarathöfnum (Zachrisson & Iregren 1974). Aftur á móti er hann að finna í Finnlandi, en 46. kvæði Kalevala lýsir ítarlega bjarnar- seið (Näsström 1996, bls. 76). Svo seint sem í norrænum bókmenntum 14. aldar er jafnframt að finna sambærilegt samband milli manns og bjarnar í Hrólfs sögu kraka, þar sem maður og björn, í mynd hetjunnar Böðvars Bjarka, tengjast svo sterkum goðsögu- legum böndum, að hér er engu líkara en um sé að ræða frændsemi (Glosecki 1989, bls. 198 o.áfr.; Byock 1998, bls. XXV o.áfr.). Hugmyndina um sérstök tengsl manns og bjarnar er að finna í þjóðtrúnni og meðal annarra segir Olaus Magnus í stórvirki sínu um þjóðir norðurálfu frá árinu 1555, Historia de gentibus septentrionalibus, í fullri al- vöru frá tilvist hjúskapar manna og bjarna (Näsström 1996, bls. 75). Orðið berserkur felur í sér augljósustu og gagnsæjustu birtingarmynd mann- bjarnarins í nútímanum en orðsifjalega er það samsett úr ber – björn og serkr – Lotte Hedeager __________ 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.