Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 35

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 35
 samfélagsins, er ekki einvörðungu þekkt meðal germanskra þjóða fyrir tíma víkingaaldar (Davidson 1990, bls. 66), heldur hefur hugmyndin um bræðralög stríðsmanna, sem ummynd- uðust í úlfhéðna til að fást við illa anda eða yfirskilvitlega heri, með margs konar hamskiptum og galdrakúnstum, verið landlæg um stóra hluta Evrópu fram á 18. og 19. öld í þjóðlegri hjátrú og hindurvitnum (Russell & Russell 1978; Ginzburg 1983; Raudvere 2001, bls. 107 o.áfr.; Price 2002, bls. 376, o.áfr.). Sérstakur útbúnaður og búningar þessara hermanna, jafnt á víkingaöld sem áður og eftir, er varla fyrst og fremst til að gefa til kynna stöðu í stétt- skiptingu innan herja eða fylgi við ákveðinn konung. Tengsl Uppsala- konunga við villisvínið, með Frey sem sérstaka tengingu, getur átt við rök að styðjast, án þess þó að allar svínfylgjur fylgi þessari einu konungsætt. Saman áttu þessir óttalausu og ógnvænlegu hermenn, hvort heldur þeir börðust sem bersekir, eða saman eins og úlfhéðnar eða í svínfylkingu, sameiginlegt að styrkur þeirra í raun fólst í að hafa á valdi sínu hættulegustu mynd andlegrar getu – hamskiptin (13). Þeir komu fram í líki fylgju sinnar, tvífara síns, og komu þess vegna fyrir sjónir áþreifan- lega og raunverulega ekki sem menn, heldur sem björn, úlfur eða svín. Andlega hliðin var yfirskilvitlegur veru- leiki. Umbreyting dýraskreytilistarinnar milli dýrs og manns sýnir sömu skynjun tveggja heima. Úlfurinn, svínið og örninn voru á 6. og 7. öld skipu- leggjandi grunnþættir fyrir umbreyttar birtingarmyndir manna og dýra í skreytilistinni (myndir 1 og 2). Dýrin höfðu getu, sem ekki var eignuð mönnunum, til að fara til andaheimsins og í þeirra mynd gátu mennirnir ferðast milli heims og helju. Þegar sambandið við annan heim fór í gegnum dýr, gefur að skilja að dýraskreytilistin hafði með höndum skipuleggjandi hlutverk í norrænum - og germönskum - sam- félögum fram undir upphaf kristni og um leið skýrir það hvers vegna dýra- skreytilistin og kristin myndfræði gátu ekki runnið saman í nýja opinbera stíltegund. Úrnesstíll þurfti á aðlögunar- tíma að búa við kristið samhengi, á altari, á kirkjudyrum, á kirkjumunum, o.fl. Á þrettándu öld gerðist líklega nauðsynlegt að viðhalda velþekktum dýrastíl, því að dýraskreytilistin miðlaði sömu grundvallaratriðum og hin kristna myndfræði, leiðinni til ódauðleika. En í Lotte Hedeager __________ 35 Mynd 9. Skreytilist af gullkrossi frá Langbarðalandi, San Stefano, gröfum 11-12, á Ítalíu (Hasel- off 1970, mynd 4). Áhrifin frá dýraskreytilist leyna sér ekki en mannsmyndir hafa komið í stað dýra. (13) Price hefur gaumgæft þá hlið þessara hermanna og herkænsku þeirra er lýtur að göldrum, og þá ekki síst sem ber- serkir og úlfhéðnar, og færir hann fyrir því óyggjandi rök að náin tengsl eru milli norræns seiðs og samískra sjamana, sem á tímum fyrir kristnitöku lifðu hlið við hlið á Skandina- víuskaga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.