Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 47

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 47
 hugmyndaheimur enn til 2500 árum síðar, að vísu þá aðeins sem hluti af frásögn Snorra. Eitt yrkisefni, talsvert yngra en sól- vagninn, er hamar Þórs, Mjölnir. Hann leikur lykilhlutverk í frásögnum um Þór og stríð hans við jötna. Þórshamarinn er einnig vel þekktur sem hálsmen úr járni, bronsi eða silfri. Elstu þórshamrarnir eru samt frá upphafi 9. aldar og það þýðir að yrkisefnið sjálft er 400 árum eldra en umfjöllun um þá í íslenskum textum. Að líkindum má túlka þórs- hamarinn sem merki um andstöðu við kristna krossinn. Þegar kristnin verður fyrir alvöru sýnileg í Skandinavíu með trúboðum á 9. öld, verður birtingar- mynd „hins forna siðar“ innlendra þeim mun skýrari sem sjálfstæður átrúnaður. Þegar þessir tveir menningar- heimar mættu hvor öðrum varð til nýtt tákn um „hefðbundna lifnaðarhætti“. Þriðja yrkisefnið, með sína eigin sögu, er hugmyndin um Yggdrasil, sem á sínum þremur rótum stóð í miðju alheims, umlukinn níu ólíkum heims- hlutum. Frásagnir um heimstréð snúast um undirstöðuatriði í sköpun alheims og uppbyggingar hans. Tréð stóð í miðju alheims og í kringum það þær verur og öfl sem bjuggu á jörðinni en um stofn þess tengdust himinn, jörð og undirheimar. Hugmyndina um heims- tréð tengir saman tíma og rúm, auðnu og dauða. Ýmsar myndir þessarar flóknu hugmyndar má greina í mótun grafsiða og byggingu virkismúra frá járnöld. Eina mjög skýra túlkun á hinni fornnorrænu heimsmynd má greina í virkismúrum hinnar fornu borgar Is- mantorps á Ölandi en þeir voru reistir um 200 (mynd 1). Í virkinu miðju stóð stór tréstaur sem tákn heimstrésins eða öxulsins í miðju alheims. Í sjálfri borginni voru u.þ.b. 95 byggingar fyrir dýr og menn en í kringum hana var hár múr með níu útgönguleiðum. Þessar níu útgöngu- leiðir hafa verið túlkaðar sem táknrænar fyrir inngangana í hina níu heimshluta sem umluktu alheim – eða Miðgarð sem stundum er lýst sem borg sem reist var af risanum Ými. Heimsmyndina sem lýst er í íslensku miðaldatextunum má sem sagt greina í áþreifanlegum minjum í um 1200 ár. Þessi ólíku dæmi sýna að þau yrkis- efni og þeir þræðir sem greina má í íslenskum miðaldabókmenntum eiga sér mjög mismunandi sögulegan bakgrunn. Þegar þær voru skrifaðar á Íslandi í byrjun 13. aldar, gat bakgrunnur þeirra verið 2500 ára, 1200 ára eða 400 ára. Fyrirmyndirnar voru notaðar í ólíku samhengi á ólíkum tíma en það þýðir að merking yrkisefnanna hljóti að hafa breyst í tímans rás. Dæmin sýna sem sagt að trúarlegu siðirnir sem koma óbeint fram í íslensku bókmenntunum voru langt því frá að vera einsleitir og sprottnir af sömu rótum. Í stað þess ætti að líta á norrænan átrúnað sem samsettan úr ýmsum trúarlegum og andlegum þáttum af ólíkum sögulegum bakgrunni og uppruna. Menningarlegt bútasaumsteppi Ákjósanlegasta leiðin til þess að skilja fornnorrænan átrúnað og flókna sögu hans liggur í því að tileinka sér þær niðurstöður mannfræðilegra rannsókna að menningarheimar séu hvorki stöð- ugar né óbreytanlegar einingar. Menn- ing er eins og bútasaumsteppi, gert úr ólíkum þráðum sem eiga sér breytilega sögu og bakgrunn. Það er vegna þeirra ólíku og framandi frumatriða sem stöðugt hafa áhrif á staðbundna menn- __________ 47 Anders Andrén
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.