Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 50

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 50
 blóthúsið í Uppåkra en það var byggt fljótlega eftir Kristsburð og var það í notkun fram til um árið 800. Önnur blóthús og skálabyggingar sem geyma leifar helgisiða eru í dag þekkt frá stóru svæði innan Skandinavíu og eru þau talin vera frá tímabilinu 500-1000 e. Kr. Blóthúsin marka upphafið að mikil- vægum breytingum sem fólu í sér flutning á helgisiðum utandyra, þ.e. úr mýrum og vötnum, til helgisiða innandyra á byggðum svæðum. Með blóthúsunum fylgdu að líkindum frá- sagnirnar um guðina, jafnt sem nýir siðir, sem skýrt getur hvers vegna skurðgoð hvers konar eru fyrst þekkt frá þessu tímabili. Jafnvel breytingar á rýmisbundnum einkennum siðanna eiga sér rómverskar fyrirmyndir. Grísk og rómversk hof voru ekki blóthús, heldur byggingar yfir sjóði og skurðgoð. Helgisiðirnir áttu sér hins vegar stað við stór fórnarölturu, sem staðsett voru austur af hofunum. Það var þar sem dýrunum var fórnað, kjötinu deilt út til þátttakenda og valdir bitar brenndir á ölturunum. Þessir helgisiðir, sem áttu sér stað utandyra, skýra hvers vegna klassísku hofin voru fyrst og fremst skreytt að utan, líkt og dæmið um höggmyndirnar á Parthenon í Aþenu sýna. Í rómverska ríkinu voru nefnilega iðkaðir innanhúss margir austrænir trúarsiðir, öfugt við það sem tíðkaðist innan grískrar og rómverskrar trúar. Meðal Gyðinga er samkomuhúsið (e. synagogue) einskonar rammi utan um helgisiðina; innan Míþra dýrkunar eiga heilagar vígslur sér stað í hofum sem nefnast mithraeum og í kristinni trú eru messur haldnar í kirkjum. Fyrir tilstilli þessara trúarsiða jókst mikilvægi þeirra sem fram fóru innanhúss í rómverska ríkinu á 2. og 3. öld. Vegna þess að keisaraveldið studdi kristna trú í byrjun 4. aldar, með því að smám saman leyfa hana eina trúarsiða, breyttust hinar áberandi gerðir fórna í rómverska ríkinu. Stórir og mikilvægir trúarsiðir áttu sér ekki lengur stað utandyra, heldur innandyra í nýju stóru basilíkunum. Siðirnir sem fram fóru innanhúss skýra það hvers vegna kirkjurnar voru svo ólíkar hofunum sem raun ber vitni. Hið ytra voru kirkjurnar venjulega innréttaðar með einfaldari hætti en að innan, þar sem mikið var í þær lagt með marmara og blandaðri mósaík. Áhugavert er að skoða, út frá skandi- navísku sjónarhorni séð, þessa grund- vallarbreytingu sem verður á stað- setningu helgisiða í rómverska ríkinu og bera saman við blóthús í Uppåkra. Líta má á þessa byggingu og aðrar trúarlegar sem bergmál elstu kirkjanna. Róm- verskar, kristnar fyrirmyndir hafa verið notaðar til þess að skapa eitthvað nýtt í Skandinavíu. Skandinavísku blóthúsin voru jú ekki kristin en höfðu engu að síður kristnar fyrirmyndir. Þetta þýðir að hin norræna trú varð fyrir áhrifum kristninnar löngu áður en trúboðs- tímabilið og kristnitökuferlið hófst. Þessi áhrif frá frumkristninni þýða að breyta þarf því hvernig litið er á kristnitökuna. Ekki er lengur hægt að líta á kristnitökuna í Skandinavíu sem fyrsta skrefið í átt að einhverskonar evrópuvæðingu, eins og oft hefur verið gert. Líta verður á hana sem marg- háttaðar umbreytingar sem í eru ofnar framandi fyrirmyndir, jafnvel þó að kristnitakan hafi verið yfirgripsmeiri en aðrar breytingar sem áður höfðu átt sér stað. Kristin áhrif og fyrirmyndir féllu í breyttu formi þegar á 4. og 5. öld saman við þá siði sem fyrir voru. Á trúboðs- __________ 50 „Mission impossible?“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.