Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 55

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 55
 etnógrafískur, þjóðfræðilegur og í vissum skilningi mannfélagsfræðilegur eru að miklu leyti notuð sem samheiti þó munurinn sem þar er á sé augljós. Í þessu samhengi er ekki nauðsynlegt að skilja þessi heiti að. Öll gefa þau kyrr- stæða mynd af samfélögum, þ.e.a.s. meðhöndla og lýsa augnabliksmyndum af þeim án tímadýptar eða hins sögulega ferlis. Sögulega séð hafa þau ekki heldur alltaf verið aðskilin og eru það ekki alltaf í sumum löndum enn í dag. Sögulegt samhengi Segja má að áhrif mannfélagsfræði á fornleifafræði hafi verið til staðar frá fyrstu tíð. Þau voru hins vegar ekki mjög áberandi og nálganir greinarinnar ekki meðvitað notaðar í upphafi, heldur að miklu leyti ómeðvitað. Að vissu marki var innan mannfélagsfræði og fornleifafræði fjallað um sömu hluti, þó fornleifafræðin ynni aðeins úr efnis- legum leifum lágtæknisamfélaga á meðan mannfélagsfræðin fjallaði um lifandi samfélög á sama tæknilega stigi. Í lok 19. aldar byrjuðu mannfélags- fræðilegar kenningar að ryðja sér til rúms í fornleifafræðinni en á þeim tíma ríkti formgerðarfræðin (e. typology) nær ein í skandinavískri fornleifafræði. Áhrif sænska fornleifafræðingsins Oscars Montelius voru gríðarleg og kenningar mannfélagsfræðinnar hvorki áberandi né sýnilegar í formgerðar- fræðinni. Í rauninni voru fornleifa- fræðingar frekar áhugalitlir um slíkar kenningar og áttu mannleg tengsl forsögulegra samfélaga ekki upp á pallborðið hjá þeim svo að nokkru næmi. Þessi sterka staða formgerðar- fræðinnar hefur haldist nær allt fram á þennan dag innan skandinavískrar fornleifafræði samhliða öðrum straum- um, þó það hafi tekið að breytast upp úr 1980 eða þar um bil. Vert er að líta aðeins til baka. Þýskur mannfélags- og/eða þjóð- fræðingur, Adolf Bastian (1860) að nafni, hélt því fram að taugakerfið væri uppbyggt úr ýmsum almennum eining- um og að ein þessara eininga væri trúin á líf eftir dauðan. Bastian hafði mikil áhrif á mannfélagsfræðina og hún var nokkuð upptekin af því að rannsaka einmitt þessa þætti, svo og for- feðradýrkun. Þessi áhrif rötuðu í forn- leifafræðina og túlkanir manna á greftrunarsiðum. John Lubbock (1882) varð fyrstur fræðimanna til þess að sjá að haugfé var mismunandi eftir kyni, aldri og félags- legri stöðu hins látna. Hann taldi, eins og Tylor hér á eftir, að trúin á líf eftir dauðann og trúarlegar hugmyndir ættu uppruna sinn að rekja til drauma. Hann taldi að haugfé sannaði trú fólks á líf eftir dauðann í viðkomandi sam- félögum. Lubbock notaði þjóðforn- leifafræðilegar samlíkingar í röksemda- færslu sinni. Hugmyndir hans um sambandið á milli hins stórbrotna (e. monumental) ríkidæmis og vinnu- magns, sem greina mætti af hverri gröf og hinnar félagslegu skiptingar þegn- anna, lifa enn góðu lífi og eru góð og gild á meðal fræðinga nútímans. Edward B. Tylor (1871) reyndi að flokka hinar ýmsu forfeðradýrkanir skv. kenningum Darvins, frá „animism“ til trúarbragða. Samkvæmt Tylor voru það draumarnir sem voru rót hugmynda um líf eftir dauðann og að þær væru tengdar hinni algildu (e. universal) tvískiptingu líkama og sálar. Þetta útskýrði t.d. tilurð haugfjár, sem var notað til þess að hjálpa hinum látna við að vernda __________ 55 Bjarni F. Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.