Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 57

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 57
 o.áfr.). Max Gluckman (1962) er síðastur þeirra fræðimanna sem nefndur er stuttlega á þessari hraðferð hér yfir sögulegan bakgrunn kumlarannsókna. Þeirra verður ekki getið meir. Gluck- man byggði sínar kenningar á hug- myndum Radcliffe-Browns þess eðlis að athafnir tengdar dauðanum ættu fyrst og fremst að vera skoðaðar í ljósi hugmynda um „role-play“ athafnir. Þessu var áðurnefndur Goody sammála. Gluckman varpaði fram hugmyndum sem hann byggði á kenningum Van Genneps, t.d. „…why is it that in tribal society there is on the whole greater ritualization of transitions in social status, and greater ritualization indeed of social relationships in general, than there is in modern society“ (Gluckman 1962, bls. 2). Hann lagði einnig fram tilgátur, sem hann sannaði ekki, eins og; „…(a) the greater the secular different- iation of role, the less the ritual; and the greater the secular differentiation, the less mystical is the ceremonial of etiquette; (b) the greater the multiplicity of undifferentiated and overlapping roles, the more the ritual to separate them“ (Gluckman 1962, bls. 34). Þegar greftrunarsiðir voru líkir hjá ólíkum menningarsamfélögum benti það til þess að siðirnir skírskotuðu til eins eða líkra atriða í hinum ólíku samfélögum. Þau voru m. ö. o. lík að upplagi. Samfara hugmyndum þessara fræð- inga, aðallega hinum eldri, voru forn- leifafræðingar fyrst og fremst upp- teknir af gerðfræðilegum, staðfræði- legum og tímatalstengdum vanda- málum. Þeir notuðu efnivið úr kumlum til að rannsaka trúarleg atriði og ýmsa menningarsögulega þætti. Þegar og þá þeir gáfu sig að spurningum um trú gengu þeir út frá ríkjandi hugmyndum í mannfélagsfræðinni án beinna tengsla við sinn eigin efnivið, t.d. kumlin og haugféð. Ekki er út í hött að segja að forn- leifafræðingar hafi ekki aðeins notað gagnrýnislaust kenningar um trúarleg málefni, heldur einnig félags- og menningarsögulegar kenningar sem þeir sóttu í sjóð mannfélagsfræðinga. Þetta á fyrst og fremst við evrópska fræðimenn. Í Norður-Ameríku var staðan svolítið önnur. Þar var fornleifafræði og mann- félagsfræði undir sama hatti og ekki gerður neinn meiriháttar greinarmunur þar á. Dæmi má taka af Lewis Binford sem stundum kallar sig fornleifafræðing og stundum mannfélagsfræðing (Bin- ford 1971, bls. 21, 237). Stundum var sagt á sjötta áratugnum að fornleifafræði væri mannfélagsfræði, eða ekki neitt. B. Bartel skrifar; „Many archaeologists seem to have lost sight of exactly where and how much of theory and method they have "borrow- ed" from sociocultural studies related to this phenomenon“ (1982, bls. 32). Bartel á hér fyrst og fremst við rann- sóknir á greftrunarsiðum og tengdum efnum. Fornleifafræðingar fást einkum við efnislegar leifar sem manneskjan og samfélag hennar hefur skilið eftir sig. Mannfélagsfræðingar fást hins vegar fyrst og fremst við lifandi menn og samfélög. Þetta þýðir að mannfélags- fræðingurinn getur rannsakað tengsl manneskjunnar og óhlutbundna þætti menningarinnar. Þetta getur fornleifa- fræðingurinn ekki gert. Efnislegar leifar, gripir og mann- virki eru búnar til í félagslegu og menningarlegu samhengi. Þær eru hannaðar, notaðar og þeim gjarnan eytt, __________ 57 Bjarni F. Einarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.