Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 63

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 63
 pulate the social order and are them- selves structured by it“ (Shanks og Tilley 1982, bls. 133). Þetta er dæmi- gerð yfirlýsing contextual fornleifa- fræðinga. Til dæmis þarf svokölluð rík gröf eða ríkulegt kuml ekki að þýða að hin jarðsetti hafi haft háa stöðu eða verið valdamikill. Því gæti verið öfugt farið. Haugféð þarf ekki heldur að hafa tilheyrt hinum látna eða verið hans eign (Pader 1982, bls. 133). Í raun eru tilbrigðin svo mörg að ekki er hægt að slá neinu föstu um þessi atriði án þess að hafa heildarmyndina nokkuð á hreinu, og þá þarf að líta til annarra þátta og þá koma félags-, mannfélags- og þjóðfræðin að góðum notum. Richard Bradley hefur bent á að hinir ýmsu þjóðfélagshópar hafi ekki endilega verið grafnir á sama stað eða í sama kumlateig. Fólk hafi verið jarðsett á mismunandi stöðum eftir því hvaða þjóðfélagshóp það tilheyrði. Af þessu leiðir að rannsókn á einum kumlateig gefur ekki rétta mynd af heilu svæði (1995). Því þurfi að rannsaka stærri heildir. Per Cornell og Fredrik Fahlander hafa bent á að þessu fylgi sá vandi að takmarkanir á heildum séu ekki til staðar. Það eru enginn fullkominn land- fræðilegur rammi til og ævinlega megi stækka og breyta mörkunum (2002, bls. 32). Þess í stað mæla þeir með aðferðarfræði einsögunnar (e. micro- archaeology), sem er meðal annars að ganga út frá hinu smáa enda sé það hluti af stærri heild. Hér áður fyrr var þessi nálgun kölluð aðleiðsla (e. inductiv reasoning). Þeir benda t.d. á að stundum vanti ákveðna þjóðfélagshópa í kumlateiga vegna þess að þeir voru meðhöndlaðir öðruvísi eftir dauðann eða heygðir annarsstaðar. Þessi stað- reynd hlýtur að hafa ákveðin áhrif á túlkun fræðinga á stórum heildum (Cornell og Fahlander 2002, bls. 32). Táknfræði gripa er ekki stöðug eða föst, hún breytist eftir aðstæðum eða því samhengi sem þeir eru settir í hverju sinni. Það sem talið er vera verðmætt í einu samfélagi er það ekki í öðru. Eins geta verðmæti breyst eftir aðstæðum og táknfræði þeirra geta einnig breyst við nýjar aðstæður. Dæmi um slíkt gæti verið gripur sem fær sérstaka þýðingu þegar hann er látinn með látnum, en hafði lítið gildi fyrir samfélagið áður. Honum hefur verið gefið nýtt gildi eða innihald sem er algerlega háð tilefninu, greftruninni. Einnig er mögulegt að gripir hafi haft misjafnlega mikið gildi eftir því hvaða aldurshópi þeir tilheyrðu eða kyni, eða einfaldlega aðeins haft gildi fyrir hinn látna. Vandamálið er að yfirleitt er valin einfaldasta lausnin í túlkunum á samhengi hlutanna. Spurt var þeirrar spurningar hér að framan hve mikilsverður samanburður á núlifandi lágtæknisamfélögum við for- söguleg samfélög væri. Bent hefur verið á að þau lágtæknisamfélög sem menn eru að rannsaka í dag séu ekki lengur í sínu rétta umhverfi eða réttu aðstæðum. Þeim hefur verið ýtt frá sínum upp- runanlegu svæðum, inn á erfiðari svæði sem þeim vegnar gjarnan síður í. Þau eru að auki í meira eða minna mæli lituð af vestrænum hugmyndum. Hinn þjóðfræðilegi efniviður er ekki sögu- legur, og því ekki heppilegur til að meta sögulegan efnivið. Hann er þó vissulega afleiðing sögulegra ferla. Velta má upp þeirri spurningu hversu ósnert og óþvinguð hin forsögulegu samfélög voru gagnvart hvort öðru. Auðvitað voru truflandi þættir á forsögulegum tímum en við höfum kosið að kalla þá __________ 63 Bjarni F. Einarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.