Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 6
Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 600 milljónum í að leigja sér bíla á Íslandi í febrúar.  Ferðamannaiðnaður mikil greiðslukortavelta í Febrúar Svisslendingar eyddu mestu Erlendir ferðamenn eyddu næstum 7,9 millj- örðum króna með greiðslukortum sínum hér á landi í febrúar. Það er 39,1% hærri upp- hæð en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknarseturs verslunar- innar. Af áðurnefndri upphæð vörðu ferðamenn- irnir rúmum tveimur milljörðum króna í skipulegar ferðir á vegum ferðaþjónustuað- ila sem tengjast náttúruskoðun en mikil aukning hefur orðið í þeim geira. Þannig var erlend kortavelta í skipulagðar ferðir 87,3% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Íslensk verslun nýtur einnig góðs af veltu- aukningu erlendra ferðamanna og jókst um næstum þriðjung í febrúar frá sama mán- uði í fyrra og nam rúmum einum milljarði króna. Útlendingar keyptu útivistarfatnað fyrir 205 milljónir króna og matvöru fyrir 184 milljónir. 604 milljónir fóru aftur á móti til bílaleiga sem er 49% aukning frá í fyrra. Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 112 þús. kr. í febrúar sem er 3,5% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 234 þús. kr. á hvern ferðamann að jafnaði. Spánverjar fylgja þar fast á eftir með 217 þús. kr. s amstarfið í Neskirkju í vetur gefur tilefni til að ætla að kristni og íslam geti þrifist vel saman,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í vetur hafa æskulýðsfélag Neskirkju - NeDó - sem er í umsjá séra Sigurvins Lárusar Jóns- sonar æskulýðsprests, séra Toshiki Toma sem er prestur innflytjenda, og Horizon - félag múslima á Íslandi unnið saman í þeim tilgangi að efla virðingu fyrir ólíkum trúar- hópum og eyða fordómum. Fyrr í þessum mánuði tók félagi úr Horizon, Muhammed Emin Kizilkaya, til að mynda þátt í guðsþjónustu á RÚV sem var send út frá Neskirkju og bað bænir með þeim Sigurvin og Toshiki. „Tilgangur samstarfs- ins er að efna til og auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélaginu. Þátttaka múslima í guðsþjónustunni var á þeim forsendum og eðlileg sem slík,“ segir séra Agnes. Hún bendir á að frá árinu 2006 hafi starfað á Íslandi Samráðsvettvangur trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni og annarra samstarfsaðila. Markmið hans er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf og af ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mann- réttindi. Í stefnuyfirlýsingu samráðsvett- vangsins segir að hann „veiti leiðtogum og fulltrúum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni tækifæri til að kynnast, stuðli að málefnalegum samskiptum milli þeirra, liðki fyrir miðlun upplýsinga og hjálpi þeim að ræða sameiginleg hags- munamál á borð við aðgengi að trúarlegri þjónustu á opinberum vettvangi og taka á vandamálum sem upp kunna að koma, svo sem í tengslum við einelti, óeirðir, styrjald- ir, náttúruhamfarir eða slys.“ Spurð um álit biskups á samstarfi Þjóð- kirkjunnar við múslima, hvort sem það eru trúfélög þeirra eða einstaka múslimar, seg- ir Agnes: „Þjóðkirkjan á aðild að samráðs- vettvanginum. Hann er afar mikilvægur vettvangur fyrir samstarf trúfélaga á Ís- landi. Það er jafnframt mikilvægt að stuðla að auknu samtali um trúmál í landinu sem draga úr fordómum. Þjóðkirkjan hefur lagt áherslu á þetta og hefur átt gott samtal og samstarf við fjölda trúfélaga.“ Agnes segir reynsluna af samráðsvett- vangnum, rétt eins og samstarfið í Nes- kirkju í vetur, gefa til kynna að kristni og íslam geti þrifist hér á landi í sátt og sam- lyndi. Spurð um hugmyndir um hvernig best megi stuðla að því segir hún að fræðsla og samtal sé forsenda aukins skilnings sem leiði til umburðarlyndis. „Við eigum því að gera það sem er hægt til að stuðla að auknu samtali og samstarfi á þessu sviði.“ Laugardaginn 11. apríl standa NeDó og Horizon að brennómóti sem haldið verður í íþróttahúsi KHÍ þar sem þau munu skora á ýmsa hópa og starfsstéttir í samfélaginu en með því að leika saman segja þau hægt að minnka fordóma og ótta og stuðla að vináttu í afslöppuðu umhverfi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  trúmál múslimar og kristnir haFa unnið saman í neskirkju í vetur Toshiki Toma prestur innflytjenda, Muhammed Emin Kizilkaya félagi í Horizon, Ersan Koyuncu formaður Horizon og Sigurvin Lárus Jónsson æskulýðsprestur fyrir framan Neskirkju. Ljósmynd/Hari Kristni og íslam geta vel þrifist saman Æskulýðsfélag Neskirkju, prestur innflytjenda og félag múslima á Íslandi - Horizon - hafa unnið saman í vetur í þeim tilgangi að auka samtal milli menningar- og trúarhefða í samfélaginu. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir samstarfið gefa tilefni til að ætla að kristni og íslam geti vel þrifist saman. Hún segir ennfremur mikilvægt að stuðla að auknu samtali um trúmál til að draga úr fordómum. Agnes M. Sig- urðardóttir, biskup Íslands, segir samstarf krist- inna og múslima í Neskirkju í vetur, auk reynslunnar af samráðsvettvangi trúfélaga, gefi til- efni til að ætla að kristni og íslam geti þrifist vel saman. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 27.-29. mars 2015 R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I TAXFREE ALLIR SÓFAR Á TAXFREE TILBOÐI* CLEVELAND TUNGUSÓFI Stærð: 231 x 140 H 81 cm. Hægri eða vinsti tunga. Ljós- eða dökk grátt slitsterkt áklæði. Höfuðpúði ekki innifalinn í verði. KLINT 3JA SÆTA SÓFI Litir: Koníaksbrúnt, dökkbrúnt og svart. Vandað ekta leður. Stærð: 3ja 193 x 80 H: 81 cm. 2ja sæta 138 x 80 H: 81 cm. TAX FRE E AÐEINS KRÓNUR 169.347 FULLT VERÐ: 209.990 3JA SÆTA TAX FRE E AÐEINS KRÓNUR 137.089 FULLT VERÐ: 169.990 2JA SÆTA DENVER 3JA OG 2JA SÆTA SÓFAR TAX FRE E AÐEINS KRÓNUR 96.766 FULLT VERÐ: 119.990 2JA SÆTA TAX FRE E AÐEINS KRÓNUR 112.895 FULLT VERÐ: 139.990 3JA SÆTA Brúnt microfiber áklæði. Stærðir: 2ja sæta 168 x 98 H 88 cm. 3ja sæta: 218 x 98 H 88 cm. TAX FRE EAÐEINS KRÓNUR 96.766 FULLT VERÐ: 119.990 *TAXFREE TILBOÐIÐ GILDIR BARA Á SÓFUM OG JAFNGILDIR 19,35% AFSLÆTTI. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.