Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 18
ÓSKUM EFTIR
BÓKARA Í
FULLT STARF
Lifandi fyrirtæki með öflugan
hóp starfsmanna leitar að
nýjum liðsmanni.
VERK OG ÁBYRGÐARSVIÐ
Innsláttur og merking fjárhagsbókhalds
Afstemmingar
Reikningagerð
Færsla innborgana
Innheimta
Ýmis önnur verkefni
Reynsla af færslu bókhalds skilyrði
Góð tölvukunnátta og þekking á TOK+ eða
Axapta kostur en ekki skilyrði
Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Geta til að vinna undir álagi
HÆFNISKRÖFUR
Vinsamlegast sendið umsóknina á
atvinna@forlagid.is fyrir 14. apríl nk.
Farið verður með allar umsóknir
sem trúnaðarmál.
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Skítt með lóuna-
„lóferinn“ kemur
með vorið
L óferinn“ er þó langt frá því eitthvað nýtt af nálinni. Allir eiga frænda sem klæðist ein-
göngu stutterma skyrtum og setur
ekkert annað en lungamjúka gamla
mokkasínu á fæturna.
„Lóferinn“ á nefnilega líka fjöl-
skyldumeðlimi sem allir kannast við.
Auk mokkasínunnar eru þar klass-
ísku flókainniskórnir og Vans striga-
skórnir til að nefna dæmi. Allt eru
þetta útgáfur af „lófernum“ og ákjós-
anlegt val á sumarskóm. Bestur fer
„lóferinn“ á fæti ef sokkalaus við upp-
brettar tiltölulega þröngar kakí- eða
flottar gallabuxur. Stuttbuxur, aftur
sokkalaus, fara einkar vel með lun-
gamjúkum rúskinns-„lófer“. Það má
meira að segja nú orðið klæðast fal-
legum leður-„lófer“ við jakkaföt. En
þá er farið í sokkaskúffuna og fal-
legt, jafn vel mynstrað par dregið
alla leið upp á kálfa. Enga hælasokka
með „lófernum“ takk!
Þeir hugrökku fara yfir í pils-„-
lóferinn“. Það er skór, sem eins og
nafnið bendir til, eru með hálfgert
pils yfir ristina. Margir rugla pils-„-
lófernum“ gjarnan við bátaskó enda
svipaðir útlits. Bátaskórinn auk
þess líka „lófer“-frændi og virkar
jafn vel með stuttbuxum og fal-
legum uppbrettum buxum. En það
ætti þó enginn að brúka bátaskó
með jakkafötum. Það er ennþá
bannað.
Haraldur Jónasson
hari@frettatiminn.is
Fínlegheitin finnast
í tungunni
„Lóferinn“ fer allt frá strigaskó upp
í rándýra fína leðurskó. En hvernig
hvernig hann situr á fæti fer allt
eftir því hve tungan nær hátt upp.
Þannig eru opnir skór með lága tungu
hversdagslegri. Þá ætti helst ekki að
brúka með sokkum og þar af leiðandi
virka þeir ekki með jakkafötum. En
því hærra sem tungan nær upp því
sparilegri verður skórinn. Þá er líka
óhætt að sokka sig vel upp. En – og
þetta er stórt en – fínasta lóferinn í
skápnum má líka brúka með bleikum
uppábrettum „chinós“. Það er nefni-
lega að koma vor.
Vorið er rétt handan
hornsins – vonandi. Þá er
líka tími til kominn að leggja
vetrastígvélunum og byrja
loksins að klæðast skóm aftur. En
ekki bara hvaða gömlu skóm sem er.
Nei, nú er tími „lófersins“ upp runninn.
Leður, rúskinn eða blanda beggja, það
skiptir ekki öllu. Það eina sem skiptir máli er
að lóferinn er kominn aftur.
Lófers, yfirleitt óreimuð skótegund oftast kennd við mokkasínur hér á landi. Ættin er þó stærri en svo og má segja að henni
tilheyra allt frá gömlu góðu kínaskónum upp í Gucci leðurmokkasínur. Með millibili í Vans strigaskóm og gömlu góðu mokkasín-
unum hans frænda.
18 vorboði Helgin 27.-29. mars 2015