Fréttatíminn - 27.03.2015, Qupperneq 20
Borðaði kebab á aðfangadag
Grínistinn Dóri DNA er vel með á nótunum í skyndibitamenn-
ingu landsins og er sérfróður um kebab eftir að hafa búið í
Þýskalandi. Framboð á góðum kebab hefur aukist til muna
síðustu ár – ekki bara í miðbæ Reykjavíkur heldur einnig í
nágrannasveitarfélögum. Við fengum Dóra til að vísa veginn
um frumskóg kebabsins.
Þ egar ég bjó úti í Þýskalandi var kebabstríð í bænum mín-um, Gießen. Það var maður
drepinn þarna tveimur árum áður
en ég kom út,“ segir Halldór Lax-
ness Halldórsson, betur þekktur
sem grínistinn Dóri DNA.
Við fengum Dóra til að leið-
beina okkur um kebabmenningu
í Reykjavík og nágrannasveitar-
félögum. Við hittum hann á einum
af hans uppáhaldsstöðum – Alibaba
við Ingólfstorg. Meðan við biðum
eftir fyrsta kebabinum sagði Dóri
kebabsögur.
„Það eru þrjár risa kebabkeðjur í
Þýskalandi og mér var sagt að það
væru upprunnar í Gießen. Kebab-
bransinn í Þýskalandi veltir fárán-
legum upphæðum. Á einu horninu
eru þessir þrír aðalstaðir og allir
áttu sér sinn uppáhalds stað. Minn
var City Grill.“
Hvað færðu þér hér á Alibaba?
„Ég fæ mér alltaf númer 6 eða
númer 8, nú fór ég í áttuna. Sexan
er „the hot shit“ hérna en áttuna
færðu hvergi annars staðar – það
er kjúklingur og franskar í vefju.
Það er drullugott og minnir mig á
kebabinn sem ég borðaði í Þýska-
landi.“
Hann er reyndar svo góður við-
skiptavinur á Alibaba að hann borð-
aði hér um síðustu jól. „Ég fór hing-
að á aðfangadag. Ég var að trítla um
með dóttur mína sem var eitthvað
óróleg um daginn og sá að þetta
var opið. Ég hugsaði með mér að ég
yrði að fá mér kebab á aðfangadag
og það var bara góð stemning.“
Dóri mælir með fleiri stöðum á
sama svæði. Við hliðina á er Mandi
þar sem hann segist stundum fá sér
Falafel, grænmetisútgáfuna af ke-
babnum. Skammt undan er svo Ke-
babhúsið sem hefur verið rekið um
árabil í Reykjavík. Dóri segist hafa
prófað það aftur eftir að Reykjavík
Grapevine valdi það besta kebab-
staðinn og það hafi reynst góð með-
mæli. Hann valdi þó að fara á Kebab
Grill í Lækjargötu en þar er hægt
að fá sérinnflutt djús í flösku sem
smellpassar með kebabnum. Dóri
pantaði sér lamba-kebab í brauði.
„Djöfull er þetta gott,“ sagði okkar
maður við fyrsta bitann. Stutt og
laggóð umsögn.
Nú var haldið af stað í nágranna-
sveitarfélögin. Fyrst var rúllað í
Engihjallann í Kópavogi þar sem
Viking Kebab er að finna. Þar er
bæði upphengd kebab-rúlla með
lambakjöti og með grísakjöti. Hið
síðarnefnda er kannski lýsandi fyrir
austur-evrópsk áhrif í kebabheimin-
um hér á landi. Dóri valdi sér grísa-
kebab og fannst það forvitnilegt.
Það var eitthvað gott við það... en
um leið eitthvað rangt.
Því næst var ferðinni heitið til
Hafnarfjarðar. Dóri hefur um nokk-
urt skeið haft augastað á Kebab
Kings í verslunarmiðstöðinni Firði
en ekki tekist að sannfæra eiginkon-
una um að nauðsynlegt sé að koma
þar við. Hann sá sér því leik á borði
nú. Hjá Kebabkóngunum fékk grín-
istinn að panta sér tvær tegundir,
annars vegar Kubigeb-rúllu sem er
blanda af nauta- og lambakjöti og
hins vegar Djúdjé-rúllu sem er með
kjúklingi.
„Þetta er allt önnur pæling en hitt
sem við höfum verið að smakka.
Geðveikt gott. Hrísgrjónin í þessu
er bara fyllingar en kjúklingurinn
er mjúkur og næs og kjötið í hinum
er „winner“. Þetta er uppgötvun
ferðarinnar.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Grínistinn Dóri DNA er mikill kebab-maður
og er ánægður með hve slíkum stöðum hefur
fjölgað hér á landi undanfarið. Hér er Dóri
að hakka í sig grísakjöt af Viking Kebab í
Engihjalla. Ljósmyndir/Hari
Kebabmeistarinn á Alibaba sá
sjálfur um að útbúa einn með
kjúklingi og frönskum inní fyrir
Dóra.
Dóri íbygginn
að prófa Kebab
Kings í Hafnar-
firði í fyrsta
sinn. Hann var
ánægður með þá
upplifun.
„Djöfull er þetta
gott,“ sagði sér-
fræðingurinn.
Hann skolaði
kebabinum niður
með tyrknesku
djúsi sem bragðast
eins og Kool Aid.
20 skyndibiti Helgin 27.-29. mars 2015