Fréttatíminn - 27.03.2015, Page 24
Þegar ég fór í
þetta skipti upp á
bráðamóttöku var ég
búin að skaða sjálfa
mig með því að skera
í fótleggina á mér
Missti
soninn
eftir að
ég féll
Glódís Tara Fannarsdóttir byrjaði að reykja hass áður en hún
smakkaði áfengi. Hún er fíkill með geðhvörf, með svokallaðan
tvíþættan vanda en lengi hefur verið kallað eftir sérstökum
úrræðum fyrir þennan hóp. Glódís Tara segist hafa horft upp
á margt slæmt en það versta hafi verið þegar ungar vinkonur
hennar seldu sig fyrir fíkniefnum. Hún upplifði sjálfsvígs-
hugsanir þegar eldri sonur hennar var þriggja ára, byrjaði
aftur í neyslu og missti soninn tímabundið en hefur nú fengi
hann aftur. Hún hefur nú verið edrú í rúmt ár og er heima í
fæðingarorlofi með yngri son sinn.
É g byrjað að reykja hass áður en ég byrjaði að drekka. Þegar ég er spurð
í hvernig neyslu ég hafi verið á
ég erfitt með að svara því ég tók
alltaf bara það sem bauðst. Ég
gleypti allt sem mér var rétt og
vonaði bara að það yrði gaman,“
segir Glódís Tara Fannarsdóttir,
25 ára gömul tveggja barna
móðir, fíkill með geðhvörf sem er
búin að vera edrú í rúmt ár.
Glódís Tara ber afar sérstakt
nafn og vegna þess laug hún
stundum til um nafn þegar hún
var í neyslu og nálægt fólki sem
hún treysti ekki. „Ég hef lent í
því að hitta fólk á 12-spora fund-
um sem heldur að ég heiti Guð-
rún eða Sara og þá verð ég mjög
vandræðaleg og þarf að segja
þeim að ég hafi logið því hvað
ég heiti.“ Það stendur stórum
stöfum „Glódís Tara“ á útidyra-
hurðinni við heimili hennar í
Breiðholtinu. Hún er í fæðing-
arorlofi með rétt um mánaðar
gamlan son sinn sem skiptist á
að sofa, gráta og drekka á meðan
Glódís Tara er fíkill og með geðhvörf.
Hún byrjaði í neyslu aðeins 14 ára en
var ekki greind með geðhvörf fyrr en
rúmlega tvítug, en þegar ungmenni
eru í neyslu er oft erfitt að greina hvað
eru afleiðingar fíkniefnaneyslu og hvað
eru afleiðingar geðsjúkdóma. Mynd/Hari
www.sgs.is
SAMEINUÐ
BERJUMST VIÐ!
KJÓSTU JÁ
24 viðtal Helgin 27.-29. mars 2015