Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 28
Maður lenti í mörgum skrautlegum karakterum úr undirheim- unum sem hótuðu manni lífláti og þar fram eftir göt- unum. É g hitti Valla á skrifstofum PIPAR\TBWA sem í dag er með rúmlega sextíu starfs-menn og greinilegt að nóg er að gera þar. Bæði við leik og störf. Siggi Hlö spilar billjard og segir mér að láta Valla segja allt. Þeir félagarnir eru samvaxið tvíeyki sem hefur unnið mjög náið saman í rúmlega tvo áratugi. Valli mætir, sport- legur að vanda, með myndarlega mottu í tilefni af mottu-mars, nýkominn frá París þar sem hann var ásamt eiginkonu sinni í heimboði Ulu Weesendangers, eins eiganda TBWA keðjunnar. Ég spyr Valla hvort það hafi komið honum á óvart að stofan hafi fengið þá viðurkenningu sem hún fékk á nýafstaðinni ÍMARK hátíð. „Já,“ segir hann strax. „Ég hafði vonast til þess að við hefðum ekki lækkað okkur úr þriðja sætinu sem við vorum í síðast. Draumurinn var að fara upp um eitt sæti, en að vera stofa ársins kom mér á óvart. Í fyrsta sinn á ævinni varð ég málhaltur, þegar þetta gerðist,“ segir Valli. Fór að selja Sigga Hlö út Valli og Siggi kynntust árið 1994 þar sem þeir voru að vinna á Stöð 2. „Ég tók eftir því að Siggi var með fullt af verkefnum utan vinnunnar sem hann rukkaði aldrei fyrir. Mér fannst þetta skrýtið því ég var að vinna um kvöld og helgar við það að rétta og sprauta bíla. Þetta er á þeim tíma sem maður er að koma sér upp húsnæði og slíkt, þar sem daglaunin duga ekki,“ segir Valli. „Ég segi við Sigga hvort við ættum ekki að fara að rukka fyrir þetta, við förum að fikta saman og ég fer að selja hann út,“ segir Valli. „Þannig byrjar þetta, undir nafninu Hausverk. Ég fór af Stöð 2 yfir á FM957, vann hjá Myndmark og Firðinum. Svo stofnaði ég fyrirtækið Völustein ásamt móður minni þegar ég var í háskólanum og var alltaf viðloðinn þann rekstur og kenndi meðal annars á saumavélar. Alltaf vorum við Siggi samt að framleiða auglýsingaefni,“ segir Valli. „Svo árið 1998 sagði ég við Sigga sem var þá markaðsstjóri ACO: „Við erum að velta 30 milljónum í aukavinnunni okkar, ættum við ekki að byrja að vinna við þetta?“ Þá byrjum við í þessu í fullu starfi og fórum að ráða fólk.“ Með hausverk um helgar var auglýsingatrix Árið 1999 byrjuðu þeir félagarnir með sjón- varpsþáttinn Með hausverk um helgar og eftir það vissu allir af Sigga Hlö og Valla sport. Í þætt- inum, sem var alræmdur, drukku stjórnendurn- ir bjór og fengu gesti til að gera eitt og annað, svo sem að vaxa sig og húðflúra í beinni. Eina sem stoppar mig er ég sjálfur Auglýsingastofan PIPAR\TBWA var á dögunum kjörin áhrifamesta auglýsingastofa landsins. Saga stofunnar er dæmigerð Öskubuskusaga sem hófst fyrir um tuttugu árum þegar framkvæmdastjóri hennar, Valgeir Magnússon, og Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö tóku höndum saman. Þeir hafa ekki alltaf þótt flottustu gaur- arnir í bransanum en saga stofunnar er dæmigerð fyrir drífandi menn með stórar hugmyndir. Valli sport, eins og Valgeir er jafnan kallaður, hefur fengist við eitt og annað á sínum 46 árum; rekið útvarpsstöðvar og veitingastaði, gert við bíla, kennt á saumavélar, komið fram sem plötusnúður og markaðssett íslensk Eurovisionlög. Þar fyrir utan eru það áhugamálin sem hafa leitt hann í að keppa á seglskútum, í badminton og fitness svo fátt eitt sé nefnt. Meðfram þessu öllu hefur Valli verið með sömu konunni í 29 ár, Silju Ósvaldsdóttur, og saman eiga þau tvö börn. Valli segir að stærsta hlutverk sitt í lífinu hafi verið að búa sér og sínum gott líf. „Þátturinn átti að vera trix til þess að auglýsa stof- una,“ segir Valli. „Þarna vorum við komnir með 10- 12 manns í vinnu og það gekk allt vel. Svo kom smá sjokk árið 2001, sem var litla kreppan,“ segir Valli. „Þegar „dot-com“ bólan sprakk töpuðum við mikið af kröfum á stuttum tíma sem varð til þess að við þurftum að endurhugsa stöðuna og byrja upp á nýtt.“ Valli og Siggi ákváðu að fara aftur í útvarp og byrjuðu með morgunþátt á stöðinni Steríó til þess að drýgja tekjurnar, en stöðin gat svo ekki borgað laun svo það endaði með því að félagarnir eignuðust stöðina. Á þremur árum byggðu þeir upp nokkrar stöðvar og árið 2006 keypti Síminn stöðina þar sem þeir ætluðu í samkeppni við fjölmiðlafyrirtækið 365 sem þá hét Norðurljós, í samstarfi við Morgun- blaðið. „Þeir lögðu mjög hart að okkur að selja stöðvarnar, sem voru að ná betri hlustun en svipaðar stöðvar hjá 365 á þeim tíma,“ segir Valli, en þetta voru stöðvarn- ar KissFM og XFM. „Við vorum bara í stuði og lang- aði ekkert að selja en við gerðum það samt, þar sem það var það skynsama í stöðunni. Á sama tíma vorum við líka að reka veitingastaði og tískuvöruverslanir í Kringlunni og losuðum okkur út úr þessu öllu,“ segir Valli. Þóttu ekki töff innan auglýsingabransans Auglýsingastofan Hausverk óx og dafnaði með hverju árinu en aldrei fékk hún inngöngu í Samtök íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Valli segir ástæðuna vera að mörgum innan geirans fannst þeir ekki töff. Á endan- um var stofan tekin inn í SÍA. Þá var Þormóður Jóns- son hjá Fíton formaður SÍA og hann sá að tölurnar töl- uðu sínu máli. Á sama tíma flutti stofan í húsnæði við Tryggvagötu þar sem stofan breytti um ímynd og fór í mikla naflaskoðun, sem leiddi til þess að þeir endur- skírðu stofuna PIPAR. En héldu sömu kennitölunni. „Við urðum að sýna breiddina,“ segir Valli. „Sýna að við værum meira en bara Valli og Siggi. Við yfir- tókum stofu sem hét Mixa, og þar fengum við gott hönnunarteymi til liðs við okkur. Síðan sameinumst við TBWA/Reykjavík og með því fólki kom gríðarleg reynsla og vinnubrögð fólks sem hafði verið lengi í þessum bransa. Þá byrjar þessi alvöru vöxtur sem er enn í gangi. Guðmundur Pálsson sem rekur stofuna með mér í dag, kom einnig í þeim breytingum,“ segir Valli. „Þá var fólk farið að taka okkur alvarlega, og í dag er ég formaður SÍA.“ Árið 2010 þegar þjóðfélagið var í varnargír eftir hrunið tók PIPAR\TBWA til sinna ráða og réðst til sóknar. Valli var búinn að átta sig á því að samfélags- Valgeir Magnússon framkvæmdarstjóri PIPAR\TBWA Aldur: 46 ára. Maki: Silja Ósvalds- dóttir. Börn: Hildur Eva og Gunnar Ingi Helstu afrek: Hjólaviðgerðir Bílaréttingar Útvarpsmaður Íþróttalýsandi Framkvæmdarstjóri Myndmark Framkvæmdarstjóri Fjarðarins Markaðsfulltrúi Höfundur tveggja unglingaskáldsagna. Sölumaður auglýsinga. Saumavélakennari Keppnismaður í Bad- minton, fallhlífarstökki, svifdrekaflugi, sjóskíðum, seglbrettum, skútusigl- ingum og fitness. Skemmtanastjóri Bókfærslukennari Upplýsingafulltrúi Umboðsmaður Uppáhaldslið í enska boltanum: Arsenal Uppáhalds Euro- visionlag: All Kinds Of Everything með Dana. Ég hef alltaf verið veikur fyrir áskorunum. Þær verða samt að vera skemmtilegar, segir Valgeir Magnússon. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 27.-29. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.