Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 30

Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 30
Gunnar Smári skrifar um þjóðmálin og hefur tekið upp þráðinn við matarskrif Nýr vefur Fréttatímans er kominn í loftið www.frettatiminn.is miðlarnir væru framtíðin og stofan auglýsti stöðu sem átti að sinna þeim miðli. Ein staða var auglýst og 1017 manns sóttu um starfið. Fjórir voru ráðnir og samfélags- deild opnuð. „Allir héldu að við værum geðveik, en við gerðum þetta greinilega á hárréttum tíma,“ segir Valli. „Það varð alger spreng- ing á þessum markaði sem ennþá er í gangi.“ Á síðasta ári sameinaðist PIPAR\TBWA auglýsingastofunni Fíton og í dag er hún sú stærsta og áhrifamesta á íslenskum markaði. Með sömu konunni í 29 ár Þrátt fyrir að Valli sé ólíkindatól og tekur að sér stundum mun fleiri verkefni en hann ætti að gera, þá er hann mikill prinsipp maður og stendur mjög fast á sínu. Hann er kvæntur Silju Ósvaldsdóttur og eiga þau tvö börn. Þau hafa verið saman í 29 ár og Valli segir að sitt stærsta hlutverk hafi verið að búa sér og sínum til gott líf. Hann er fæddur árið 1968 í Reykjavík. Alinn upp í Fossvogin- um og fór í Verslunarskólann og þaðan í Háskólann þar sem hann nam viðskiptafræði. Eftir nám fór hann að vinna sem rekstrarráðgjafi fyrir sveitarfélög meðal annars. „Þarna var ég bara Excel nörd,“ segir Valli, „en um leið tók ég að mér að selja allar auglýsingarnar á veltiskiltin á Laugaveginum. Ég hef alltaf unnið mikið,“ segir Valli. „Meira að segja þegar ég var í barnaskóla – þá ákvað ég ásamt vini mínum að fara að gera upp reiðhjól fyrir fólk. Það gekk ekkert vel en við ætluðum að gera stóra hluti,“ segir Valli kíminn. „Seinna fór ég að gera upp bíla með þessum sama vini mínum. Ég keypti klessta bíla og við gerðum upp. Pabbi hans var bifreiðasmiður og ég lærði hjá honum. Það er alltaf hægt að gera eitthvað,“ segir Valli. Rak skemmtistaðinn Tunglið Eitt af því sem Valli hefur tekið sér fyrir hendur er að reka skemmti- staðinn Tunglið, sem var gríðar- lega vinsæll skemmtistaður á tíunda áratugnum. „Ég hafði verið mikið að skipuleggja og halda alls- kyns kvöld og keppnir á skemmti- stöðunum og fyllti Tunglið marg- oft,“ segir Valli. „Svo stingur félagi minn þessari hugmynd að mér, að taka yfir Tunglið þar sem það hafði farið á hausinn stuttu áður. Ég var nú ekki á þeim buxunum á þessum tíma, en lét til leiðast. Það hefur oft háð mér hvað ég á það til að spennast upp og gleyma mér í fjörinu,“ segir Valli. „Áður en ég vissi af þá vorum við búnir að gera leigusamning um að leigja stærsta næturklúbb Norður-Evrópu. Ég hélt að þetta væri leikur einn þar sem ég hafði fyllt hann svo oft, en að fylla hann tvisvar í viku var smá áskorun.“ Þarna lenti Valli í hamstrahjóli sem erfitt var að sleppa úr. „Þetta var mjög erfitt, sérstaklega vegna þess að maður var í öðrum verk- efnum um leið. En ég hefði ekki viljað sleppa þessu,“ segir Valli. „Þetta gekk í eitt ár og ég man hvaða dag þetta hrundi hjá okkur. Það var þegar snjóflóðin skullu á Flateyri. Sá hræðilegi atburður varð til þess að fólk fór ekki út að skemmta sér í nokkrar helgar, og Tunglið mátti ekki við því,“ segir Valli. „Við vorum farnir að elta skottið á okkur þangað til að við náðum að selja reksturinn. Þetta hætti að vera gaman,“ segir Valli. „En það var gaman meðan á því stóð. Maður lenti í mörgum skraut- legum karakterum úr undirheim- unum sem hótuðu manni lífláti og þar fram eftir götunum, ég hefði ekki viljað sleppa því fyrst ég slapp frá því,“ segir Valli. Keppti í fitness með sex mánaða fyrirvara Hefur aldrei komið að því að konan spyrji þig hvort sum verkefni séu alveg málið? „Oft,“ segir Valli strax. „En í gegnum allt það sem ég hef verið að gera er kjölfestan alltaf í sambandinu. Fjölskyldan er fyrir mér heilög stofnun og það er mér mikið mál að öllum líði vel og lífið sé skemmtilegt,“ segir Valli. „Vera til staðar, þó það hafi stundum klikkað.“ Valli og Silja eru miklir félagar og hún er aldrei langt undan þegar Valli er að sinna öllum sínum verk- efnum. „Við gerum mikið saman, en við gerum líka fullt í sitt hvoru laginu,“ segir Valli. „Við höfum ekkert þurft að gera allt saman. Við höfum líka unnið mikið saman, þar sem hún rekur bókhaldsfyrirtæki sem sér um öll mál stofunnar, og hefur gert alla tíð.“ Hvað gerirðu í þessum litla frí- tíma þínum? „Ég keppi á seglskútu,“ segir Valli án þess að blikna. „Það byrjaði sem tækifæri. Björn Jörund- ur vinur minn átti hlut í skútu og ég datt bara inn í það. Ég hafði keppt á seglbrettum, fallhlífarstökki og á svifdrekum svo ég þurfti líka að prufa að keppa á skútum,“ segir Valli. „Ég er bara þannig.“ Valli hefur keppt í hinum ýmsu jaðarsportgreinum í gegnum tíðina og fékk þannig á sig viðurnefnið Sport, sem enn er fast við hann. Hann situr í stjórn Badminton- sambandsins og eitt sinn tók hann sig til og keppti í fitness, með sex mánaða fyrirvara en hann hafði ekki komið nálægt því sporti áður. „Það var áskorun,“ segir Valli. „Ég er veikur fyrir áskorunum, ef ég tek áskorun fer ég alla leið. Andrés Guðmundsson kraftajötunn skoraði á mig gegn því að hann keppti líka, og ég fór bara í massífa þjálfun í sex mánuði. Ég lenti í einhversstaðar í miðju móti, en Andrés mætti ekki til leiks,“ segir Valli og glottir. „Ef hugmyndin er skemmtileg þá er ég til. Það verður að vera skemmtilegt. Ég ákvað það þegar ég var fram- kvæmdarstjóri í Firðinum, sem mér fannst leiðinlegt starf, að hætta að gera eitthvað sem er leiðinlegt. Þó svo að launin séu góð. Laun eru bara afleiðing,“ segir Valli. „Ef mað- ur gerir vel það sem er skemmti- legt, þá kemur vonandi peningur.“ Markaðssetur íslensk Euro- visionlög Undanfarin ár hefur Valli verið áberandi þegar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva nálgast. Hann hefur komið að, á einn eða annan hátt, öllum sigurlögunum undanfarin fimm ár. Hann er orð- inn mjög sjóaður í öllu kynningar- og markaðsstarfi fyrir íslensku atriðin og árið í ár er engin undan- teking. Valli er á leiðinni til Vínar. „Þetta byrjaði allt árið 2008 þegar ég bjó til Merzedes Club í samstarfi við Barða Jóhannsson tónlistarmann. Hann var beðinn um að taka þátt í þessari keppni og vissi ekkert hvað hann ætti að gera. Hann kom með hugmynd og það var mitt að finna þetta fólk,“ segir Valli. „Árið eftir var ég með stelpuhópinn Elektra sem tók þátt og í það skiptið áttaði ég mig á því að til þess að svona atriði gangi upp þá þurfa að vera gæði og reynsla til staðar, í flytjendunum. Árið 2010 fór ég svo með Heru Björk og Örlygi Smára, og þar hófst sam- starf sem enn er í miklum blóma,“ segir Valli. „Það sem ég kom með í þessa keppni sem hafði ekki verið til staðar áður, var markaðssetning og að gera atriðið að konsepti,“ segir Valli. „Þetta er enn eitt áhugamálið sem vatt upp á sig. Ég stofnaði útgáfu ásamt Örlygi Smára, sem kallast HandsUp Music sem hefur haldið utan um útgáfu flestra lag- anna sem ég hef unnið með,“ segir Valli. „Samstarf okkar Heru hefur verið gæfuríkt í mörg ár og ég hef ferðast með henni heimsálfa á milli, sem og kynnst gríðarlega mikið af fólki eins og maltnesku söngkon- unni Ciara sem ég hef unnið með að undanförnu, svo þetta er mjög skemmtilegt og vindur alltaf upp á sig,“ segir Valli, sem einnig kemur fram sem plötusnúður og hefur gert í mörg ár. „Allt stækkar sem maður sinnir.“ Skemmtilegt fólk mikilvægast Hafði þig órað fyrir því að þetta yrði útkoman fyrir 20 árum þegar þið Siggi voruð að baksa við að búa til auglýsingar í aukavinnu? „Já, ég var búinn að ákveða að keppa við þá stóru,“ segir Valli. „En ég hefði ekki getað ímyndað mér allt bröltið á leiðinni. Það sem ég hef lært á leiðinni er það að þetta byggir allt á fólki. Að velja rétta fólkið til þess að vinna með. Klárt fólk, helst klárara en maður sjálfur. Það er mikilvægara að fólk sé skemmtilegt en að það séu snill- ingar,“ segir Valli. „Það er hægt að fá skemmtilegt fólk til þess að gera margt, en það er ekki hægt að kenna fólki að vera skemmti- legt. Það er líka mikilvægt að gera vinnustaðinn eftirsóttan,“ segir Valli. „Gera umhverfið þannig að fólki langi til þess að vinna með manni. Það er það sem við leggjum hvað mest upp úr. Ég er líka mjög stoltur af því að hér er jafnt hlutfall kynja í stjórnunarstöðum. Stelpur eru duglegri að bögga mann ef þær eru ekki sammála manni. Það eru bara tveir kvenkyns „creative directors“ á Íslandi og þær vinna báðar á PIPAR\TBWA.“ Er ekkert hægt að stoppa Valla sport? „Nei það er erfitt, eina sem stopp- ar mig er ég sjálfur. Stundum veður maður framúr sér, en maður lendir á löppunum og þrífur upp sinn skít. Ég er samt búinn að átta mig á því að til þess að ganga vel í því sem maður er að gera þá þarf maður að hafa gaman af því,“ segir Valgeir Magnússon, Valli sport. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Gengur í kvartbuxum hálft árið Valli hefur í mörg ár klæðst kvartbuxum frá vori fram á haust. Alveg sama hvernig viðrar. Hann segir það bara fara eftir stemmingu hvenær hann byrji kvartbuxna- tímabilið, en segir það yfirleitt byrja í apríl. Oft er kalt í veðri yfir íslenskt sumar, en Valli lætur það ekki slá sig út af laginu. Fyrir Eurovisionkeppnina í Malmö árið 2013, þar sem Valli starfaði með Eyþóri Inga lét hann sauma á sig kvartbuxna-jakkaföt, til þess að geta sótt gala- kvöld hátíðarinnar án þess að bregða út af vananum. „Ég fékk mér einhvern tímann kvartbuxur og fíl- aði að ganga í þeim, bætti svo við og áður en ég vissi þá var ég í kvartbuxum alla daga og langt fram á haust,“ segir Valli. „Svo fór ég að fara snemma í þær á vorin og fólk fór að taka eftir því að ég væri oft kominn á kvartbuxurnar á páskum. Fólk fór þá að pæla í því hvernig reglan á þessu er, en það er engin regla. Þegar vorið kemur í mitt hjarta, þá fer ég í kvartbuxurnar og svo úr þeim þegar mér finnst vera kominn vetur. Ef vorið kemur snemma og svo kólnar aftur, þá er ekki aftur snúið.“ Það er Valla ekkert óviðkomandi. Hvort sem það er að vera plötusnúður eða hárgreiðslumaður. Kjölfestuna finnur hann hjá Silju eiginkonu sinni og börnum þeirra. 30 viðtal Helgin 27.-29. mars 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.