Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 27.03.2015, Qupperneq 48
48 heilsa Helgin 27.-29. mars 2015 NÝTT fyrir börn Fyrir börn 3ja mánaða og eldri. Sölustaðir: Flest apótek og heilsubúðir 20% KKKKKKKKK KKKKKKKKK Þurr húð og exem Fljótandi farði sem hylur, nærir og verndar Án parabena - án ilmefna - án rotvarnarefna Fæst í Lyaveri, Lyf og heilsu og Apótekaranum. Ræktum sambandið við okkur sjálf Hugleiðsla er tækni sem miðar að því að kyrra hugann með því að losa hann frá venjulegum hugsunum í ákveðinn tíma. Hugleiðsla er eitthvað fyrir alla, það hafa allir gott af því að kúpla sig út úr amstri hversdagsins, þótt það sé ekki nema í örstutta stund. É g hugleiði daglega og hug-leiðslan gefur mér undir-stöðu fyrir daginn,“ segir Guðrún Darshan Arnalds, jóga- kennari, hómópati og stofnandi jóga- og heilsustöðvarinnar Andar- taks. „Þegar ég hugleiði finnst mér ég hafa meira rými. Það hljómar kannski skringilega en þegar ég næ að dýpka andardráttinn tekst mér um leið að skynja dýptina í mér. Um leið og ég anda dýpra næ ég dýpra sambandi við minn innri mann.“ Hugleiðsla er fyrir alla Guðrún segir að hugleiðsla sé fyrst og fremst tími með okkur sjálfum sem við getum nýtt til að endur- nærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina. „Með því að hugleiða gefum við okkur tíma til að hlusta, finna aftur taktinn innra með okkur og gefa heiminum fyrir utan frí á meðan.“ Hugleiðsla hentar öllum og segir Guðrún að það sé mjög mikilvægt að kenna fólki að eiga samband við sjálft sig. „Það geta allir hugleitt. Ég, maðurinn minn, sem er mjög virkur og á fullu alla daga, og sonur okkar sem er sjö ára hugleiðum oft öll saman. Hugleiðsla er eitthvað sem við getum gert á hverjum degi, nært okkur og komist í samband við eigin visku. Það getur einnig verið gott að hugleiða með ein- hverjum, við þurfum ekki alltaf að tala saman. Það er oft gott að þegja saman líka.“ Hugleiðsla úr brunni Kundal- ini jóga Guðrún Darshan kennir meðal annars hugleiðslu fyrir byrjend- ur. Hér er dæmi um hugleiðslu úr brunni Kundalini jógafræð- anna sem er fullkomin fyrir byrj- endur. Hún opnar fyrir meðvit- und gagnvart önduninni, styrkir og nærir lungun og gefur okkur frið í hjarta. Áður en við hugleið- um í kundalini jóga tengjum við alltaf inn með möntrunni „ong namo gurudev namo.“ Nánari leiðbeiningar má finna á heima- síðu andartaks: www.andartak. is/kundalini-yoga/hugleidsla-i- dagsins-onn Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Guðrún Darshan Arnalds, jógakennari, hugleiðir dag- lega og öðlast þannig góða undirstöðu fyrir daginn. Hugleiðsla fyrir byrjendur Augun/fókus: Sittu með krosslagða fætur og hálsloku á – þ.e.a.s. hökuna að bringu án þess að horfa niður. Lokaðu augunum eða horfðu beint fram með augun 1/10 opin. Mudra (handastaða): Settu vinstri höndina á hjartað, lófann flatan upp við brjóstið og fingurna lárétt við gólf – í átt til hægri. Hægri hendin er í Gyan mudra (fingurgómar vísifingurs og þumalfingurs snertast og hinir vísa beint upp). Lyftu hægri hönd upp til hægri við þig eins og þú værir að sverja eið. Lófinn snýr fram. Olnboginn slakur við síðuna. Öndun: Einbeittu þér að önduninni. Andaðu meðvitað alla leið inn og alla leið út. Andaðu hægt og djúpt inn um nefið, lyftu brjóstinu og haltu loftinu inni eins lengi og þú getur. Andaðu þá frá, mjúkt, hægt og alveg út. Þegar þú hefur andað alveg frá, haltu þá loftinu úti eins lengi og þú getur. Tími og lok hugleiðslu: Haltu þessari löngu djúpu öndun áfram í 3-31 mínútu. Ljúktu hugleiðslunni með því að anda djúpt og kröftugt inn þrisvar sinnum. Slakaðu á.  Minnisleysi Þ etta á við um karlmenn sem eru 40 ára og eldri þegar þeir eru bornir saman við jafnöldrur sínar, samkvæmt rann- sókn sem framkvæmd var á Mayo Clinic í Bandaríkjunum og greint er frá á fréttasíðu CNN. Tæplega 1300 manns á aldrinum 30 til 95 ára tóku þátt í rannsókninni sem sýndi að minnið byrjar að versna upp úr þrítugu hjá báðum kynjum, en minni karlmanna er mun verra þegar fram líða stundir og þá sér- staklega eftir að þeir hafa náð fer- tugsaldri. Jafnframt er drekinn, eða það kallast sá hluti heilans sem stýrir minninu hlutfallslega mun smærri hjá karlmönnum, sérstak- lega eftir sextugt. Estrógen hormónið er ástæða þess að konur hafa þetta forskot á karla þegar árin færast yfir. Það hefur sýnt sig að estrógen ver konur áður en þær fara á breyt- ingaskeiðið fyrir beinþynningu og hjartasjúkdómum og jafnvel þvagfærasýkingum. Þó estrógen magn minnki talsvert hjá konum eftir fimmtugt þá gætir áhrifa þess í mörg ár. Karlmenn hafa verra minni og heilar þeirra eru jafnframt minni, að minnsta kosti sá hluti sem stjórnar minninu. Minni karla verri en kvenna Karlar eiga erfiðara að muna heldur en konur þegar þeir koma á efri ár. Estrógen hormónið er ástæða þess að konur hafa þetta forskot á karla þegar árin færast yfir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.