Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 56
56 matur & vín Helgin 27.-29. mars 2015 Ágætur strúktúr þrátt fyrir ungan aldur. Tiltölulega milt. Greinilegir jarðartónar, létt og ferskt miðað við Ca- bernet en hefur sína einkennandi dökku ávexti. Fersk sýran í því hentar ágætlega með grillkjöti. Cono Sur Cabernet Sau- vignon Reserva Especial Gerð: Rauðvín Þrúgur: Cabernet Sauvignon Uppruni: Chile, 2012 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 2.367 kr. (750 ml) Þetta vín þarf helst að geyma í nokkur ár svo það nái að sýna sínar bestu hliðar. Það er þó vel drekkanlegt núna og skemmti- legir tónarnir fá alveg að njóta sín þrátt fyrir eilítið óhefluð tannín. Það er algjörlega nauð- synlegt að leyfa víninu að anda vel áður en þess er neytt. Það er ungt með ferska sýru, dökkt með berjabragði, kirsuberjum og sólberjum. Það er smá eik í því líka. Þetta steinliggur með vel grilluðu lambi. Fínasta Bordeaux- blanda á ágætu verði. Merlot þrúgan skilar sínu við að milda ágenga Cabernet þrúguna og úr verður vín í ágætu jafnvægi. Eikað með rauðum berjum og smá reyktu eftirbragði. Þetta er fínasta kjötvín, þolir allt frá grillréttum með bbq-sósu upp í bragðmikla pott- rétti. Skemmtilegt vín frá Cotes Du Rhone. Kryddaður sveitakeimur með rauðum ávexti. Þú finnur alveg fyrir tanníninu en það er í ágætu jafn- vægi við ferks- leikan í víninu. Það er nógu létt til að þola ljósara kjöt en gæti líka ráðið við fituminni bita af lambinu. Leopard’s Leap Cabernet Sauvignon Merlot Gerð: Rauðvín Þrúgur: Cabernet Sauvignon, Merlot Uppruni: Suður-Afríka, 2012 Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml) Vidal Fleury Cotes du Rhone Gerð: Rauðvín Þrúgur: Grenache, Syrah Uppruni: Cotes du Rhone, Frakkland, 2012 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 2.499 kr. (750 ml) Dourthe No1 Merlot Cabernet Sauvignon Gerð: Rauðvín Þrúgur: Merlot, Cabernet Sauvignon Uppruni: Bordeaux, Frakkland, 2012 Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 2.469 kr. (750 ml) Vín vikunnar Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Drottning rauðvínsþrúganna Cabernet Sauvignon þrúgan er 17. aldar afsprengi tveggja vínþrúga, hinnar frönsku Cabernet Franc og hinnar ljósu Sauvignon Blanc. Þrátt fyrir ungan aldur er þessi þrúga ein sú útbreiddasta í heimi enda afar harðgerð og auðveld í ræktun en best líður henni þó í mildu, ekki of köldu og ekki of heitu loftslagi eins og Bor- daux, norðlægri Kaliforníu og Maipo- dalnum í Chile. Þrúgan er lítil og með þykkt hýði sem gerir vín hennar jafnan tannín- rík. Vín þrúgunnar eru oft á tíðum flókin með mikla fyllingu. Fleiri bragðeinkenni Cabernet eru jafnan dökk ber, mynta, jörð og tóbak. Þegar kemur að því að para saman mat og Cabernet Sauvignon þá toppar rautt kjöt listann, steikin ljúfa. Sérstaklega ef um kraftmikil vín er að ræða og vel fitusprengt kjöt. Fita og Caber- net eru nefnilega bestu vinir. Lambið okkar góða og Bordeaux Cabernet- blöndur eiga til að mynda einstaklega vel saman. Það þýðir ekkert að velja Cabernet með léttari mat, vínið mun alltaf yfirgnæfa máltíðina og eini fiskurinn sem gæti hugsanlega passað er túnfiskur. Síðan eru það ostarnir. Margir myndu halda að bragðmiklir myglu- og mjúkostar ættu best við vegna fitunnar en því fer fjarri. Þannig ostar kalla á sýru og fersk vín. Með Cabernet er best að hafa milda harðosta. Yngri óþrosk- aðri vín elska grillmat því beiskjan í léttbrenndu grillbragðinu vinnur með beiskjunni í tannínríku víninu og mildar þannig heildar- beiskjuna þannig að bæði vínið og kjöt- ið nýtur sín betur. Svo eru það sætind- inin og Cabernet. Þau ber að forðast, punktur. Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Villijurtir Lamb Islandia Grískt lambakrydd Lambakrydd úr 1001 nótt Kryddblöndur á páskalambið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.