Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Page 72

Fréttatíminn - 27.03.2015, Page 72
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Helga THors  Bakhliðin Einlæg ofurkona Aldur: 44 ára í maí. Maki: Björn Ólafsson forstjóri Þríhnúka. Börn: Kristín Kolka 13 ára og Birna bráðum 8 ára. Menntun: Viðskiptafræðingur og MBA. Starf: Markaðsstjóri SFS. Fyrri störf: Markaðsstjóri Hörpu, viðburðastjóri Sagafilm, markaðsstjóri erlendra markaða Kaupþings. Áhugamál: Fjallahjól og fjallaskíði... Var reyndar að eignast racer svo nú færist maður yfir á malbikið. Stjörnumerki: Naut en svín í Kína! Stjörnuspá: Það er í mörg horn að líta og þér finnst stundum þú ekki komast yfir allt saman. En ef maður teygar lífið í botn má allt eins búast við því að maður sulli niður á sig. Ef flett er upp orðinu ofurkona í orðabók, birtist mynd af Helgu,“ segir Sara Lind vinkona hennar. „Hún er mjög kær vinkona og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig hún kemst yfir allt sem hún getur gert. Hún er skemmtileg, fyndin, einlæg og góður vinur með ótal hæfileika. Hún getur dansað, sungið, synt í sjónum og klifið fjöll. Svo er hún frábær kokkur, hún er eiginlega jafnvíg á allt sem hún gerir,“ segir Sara Lind. Helga Thors var í vikunni ráðin markaðs- stjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávar- útvegi. Starfið er nýtt og snýr að því að efla ímynd fyrir íslenskar sjávarafurðir á erlendum markaði. Helga hefur starfað síðustu þrjú ár sem markaðsstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Helga sat í stjórn Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur í tvö ár, í stjórn Emblna önnur tvö og hefur átt sæti í markaðsnefndum útgerðafélags Árdísa. Hrósið... ... fær Adda Þóreyj ar dótt ir Smára dótt ir, nem­ andi í Versló, sem setti af stað #FreeTheNipple bylgjuna meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Twitter en samnefndur dagur var í kjölfarið haldinn í gær. Flott fermingargjöf Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is Verð 39.900,-

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.