Fréttatíminn - 27.03.2015, Side 82
brúðkaup Helgin 27.-29. mars 201510
Klassísk fegurð
Klassískur brúðar-
vöndur með fallegum
rauðum rósum og
brúðarslöri.
Blómabúðin Upplifun
í Hörpu.
S: 561-2100
Fallegir brúðarvendir
Rokk og rósir
Rómantískur, nátt-
úrulegur og villtur
brúðarvöndur með
fallegum rósum.
Blómabúðin Upplifun
í Hörpu.
S: 561-2100
Flottur í sveitabrúðkaupið
Náttúrulegur og fallegur
vöndur sem er fullkominn
í sveitabrúðkaupið.
Marsala-litaðar Dalíur
koma sterkar inn í brúðarvendi
sumarsins.
Garðheimar, Stekkjarbakka
sími: 540 3300
www.gardheimar.is/blomabud
Fölbleikur og rómantískur vöndur
Fölbleikur og rómantískur vöndur
með þykkblöðungum.
Vinsælasti vöndur ársins 2014.
Garðheimar, Stekkjabakka
S: 540 3300
www.gardheimar.is/blomabud
Boðskort
Þér er boðið
í brúðkaup
Þ ótt boðskort séu í sjálfu sér einföld geta þau reynst mikill höfuðverkur þegar
kemur að því að hanna útlit og
velja orðalag. Boðskort þurfa að
berast til veislugesta ekki seinna
en tveimur mánuðum fyrir sjálfan
brúðkaupsdaginn og því þarf að
gefa sér góðan tíma til að búa þau
til.
Orðlag
Byrja þarf á því að negla niður orðalag-
ið og þá þarf að sjálfsögðu að hafa allar
nauðsynlegar upplýsingar tilbúnar, svo
sem staðsetningu athafnarinnar og
veislunnar, auk þess sem nöfn brúð-
hjónanna þurfa að koma fram og upp-
lýsingar um hvernig tilkynna eigi forföll.
Ágætt dæmi um orðalag á boðskorti er
eftirfarandi: Þann 15. júní 2015 kl. 16.
30 verða Guðrún Björt og Arnar Páll
gefin saman í Dómkirkjunni. Okkur væri
sönn ánægja ef þú/þið sæjuð ykkur
fært að gleðjast með okkur og þiggja
veitingar að athöfn lokinni. Þá er stað-
setning veislunnar næst tilgreind og
upplýsingar um hvert eigi að tilkynna
forföll og innan hvaða tíma.
Útlit
Þá er það næst að huga að útliti og þá
er gott að byrja á því að hugsa hvort þið
viljið hafa mynd eða myndir á kortinu
eða einfaldan texta. Ætlið þið að láta
prenta þetta fyrir ykkur eða ætlið
þið að prenta kortin heima? Mikið af
forritum eru til sem innihalda skapalón
sem hægt er að fylla út í, auk þess
margar myndprentþjónustur bjóða upp
á slíkt. Hönnun á kortinu getur endur-
speglað heildaryfirbragð brúðkaupsins,
svo sem litirnir sem notaðir eru í
veislusalnum eða blómin í brúðarvend-
inum. Það er einnig hægt að koma fyrir
uppáhalds ljóði brúðhjónanna eða birta
myndir af þeim þegar þau voru börn.
Umslög
Ekki má gleyma umslögum utan um
boðskortin og þar er hægt að leyfa
sér að vera frumlegur. Þau geta verið
í sama lit og bindi brúðgumans eða
blómaskreytingarnar. Það er líka hægt
að ráða skrautskrifara til að handskrifa
á kortin til að gefa þeim hátíðlegt útlit
eða loka þeim með innsigli.
Prófarkalestur
Ekki gleyma að lesa kortið yfir áður en
það fer í prentun. Ein lítil stafsetningar-
villa getur eyðilagt mikið og mikilvægt
er að dagsetningar, staðsetningar og
tímasetningar séu hárréttar.
Hvítur og klassískur
Klassískur og stílhreinn
brúðarvöndur.
Hvítar og bleikar bóndarósir,
hvítar nellikur og bleikar rósir
18 rauðar rósir
Hamraborg Kópavogi
S:554 4818
Falleg sérverslun með
vandaðar gjafavörur
Verslunin Kúnígúnd á Lauga-
vegi og Kringlunni býður upp á
fallega gjafavöru fyrir öll tilefni.
k únígúnd er gjafavöruverslun sem hefur verið starfrækt frá árinu 1982. Í upphafi
var búðin staðsett í Hafnarstræti
9 en vöruúrval hefur breyst mikið
síðan þá. Verslunin var til að byrja
með þekktust fyrir svarta potta og
íslenskan leir. Nú setja þekktustu
framleiðendur Evrópu sterkan svip
sinn á verslunina. Verslunin er bæði
á Laugavegi 53 og í Kringlunni en
var nýverið færð um set og er nú á
fyrstu hæð, beint á móti Kaffitári.
Gjafavara fyrir öll tilefni
Kúnígúnd býður upp á mikið úrval
af fallegri gjafavöru frá mörgum
framleiðendum á borð við Georg
Jensen, Holmegaard, Rosendahl,
Wusthof, Royal Copenhagen, Kosta
Boda, Villeroy & Boch, WMF og
Schott Zwiesel og er markmiðið
að vera með bæði klassíska vöru
og það nýjasta hverju sinni. Mikil
áhersla er lögð á árstíðarvörur og
um þessar mundir er mikið úrval af
fallegri páskavöru og má þar nefna
páskaeggin frá Royal Copenhagen
sem eru mjög vinsæl ár hvert.
Ný lína frá Georg Jensen
Cobra frá Georg Jensen hefur ver-
ið mjög vinsæl lína gegnum árin
enda hönnunin falleg og einstök.
Cobra porcelain er ný lína sem er
beðið eftir með mikilli eftirvænt-
ingu. Hún er væntanleg í verslanir
Kúnígúnd á næstunni en hún er úr
postulíni eins og nafnið gefur til
kynna og fetar Georg Jensen þar
inn á nýjar brautir og býður upp á
glæsilega hannað matarstell í hæsta
gæðaflokki. Fleiri nýjar vörur eru
að koma í Cobra línunni og má þar
einnig nefna glæsilegan lampa sem
mun koma í tveimur stærðum.
Fallegar brúðargjafir
Brúðargjafir eru að sjálfsögðu í
miklu úrvali hjá Kúnígúnd og mik-
ið úrval af matarstellum, hágæða
kristalsglösum, hnífaparasettum
og fjölda annarra glæsilegra hluta
sem fegra öll heimili. Tilvonandi
brúðhjónum stendur til boða að
koma í verslanir Kúnígúnd og setja
saman gjafalista og á komandi vik-
um mun nýr vefur fara í loftið með
öllu vöruúrvali verslunarinnar og
stendur brúðhjónum þá einnig til
boða að velja og setja saman sinn
óskalista á www.kunigund.is. Það
hefur sýnt sig að tilvonandi veislu-
gestum þykir gott að fá ábendingar
og gjafahugmyndir frá brúðhjónum.
Starfsfólk pakkar svo inn vörunum
í fallegar gjafapakkningar sé þess
óskað. Gott vöruúrval og fallegur
frágangur til viðskiptavina er aðals-
merki verslunarinnar og starfsfólk
Kúnígúnd býður viðskiptavini vel-
komna og leggur sig fram við að
bjóða upp á góða þjónustu.
Unnið í samstarfi við
Kúnígúnd
Kúnígúnd var nýverið fært um set í Kringlunni og er nú staðsett á fyrstu hæð, beint á móti Kaffitári.