Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Side 84

Fréttatíminn - 27.03.2015, Side 84
V ið staðfestum samvist okk-ar hjá Sýslumanninum í Reykjavík á laun, af prakt- ískum ástæðum. Ætlunin var svo að hafa veislu og blessun um sumarið,“ segir Sigurður. „Móðir mín lést svo um vorið og því var öllu veisluhaldi frestað. Svo fannst einhvern veg- inn aldrei rétti tíminn.“ Síðastliðið haust áttaði Sigurður sig svo á því að síðan höfðu liðið nærri tíu ár. „Ég ákvað því að það væri kominn tími til þess að láta verða af þessu og ákvað að biðja Kristjáns upp á nýtt. Ég fór til Önnu Maríu skart- gripasmiðs sem er með verslun á móti veitingastaðnum okkar, Núð- luskálinni, á Skólavörðustíg. Hún gerði ofboðslega fallega hringa og hálsnisti í stíl fyrir dóttur okkar.“ Sama dag og Sigurður fékk hring- ana í hendurnar bað hann Kristján að keyra út í Gróttu þar sem hann bað hans upp á nýtt. Athöfn innblásin af búddhisma Þar sem Sigurður og Kristján voru búnir staðfesta samvist sína þurfti ekki lögaðila til þess að sjá um at- höfnina. „Við ákváðum því að gef- ast hvor öðrum milliliðalaust með okkar eigin athöfn. Þegar við vorum að ákveða formið litum við meðal annars til búddhískra athafna þar sem ég er Búddhisti, en enduðum á því að semja okkar eigið form,“ segir Sigurður. Karlakór og brúðkaupsheit í fjórum liðum Athöfnin fór fram laugardaginn 17. janúar síðastliðinn, utandyra í heiðna reitnum í Öskjuhlíð. „Við stefndum öllum gestunum í and- dyrið á Nauthól í Öskjuhlíð og gengum svo fremstir í fylkingu í heiðna reitinn þar. Karlakórinn Esja kom sér svo fyrir og hóf athöfnin á því að syngja „Ég fann þig“. Að því loknu fórum við með heitin okkar í fjórum liðum til skiptis og innsigl- uðum hvert heit með einu tákni sem fjölskyldumeðlimir réttu okkur til skiptis,“ segir Sigurður. Eftir koss- inn hefðbundna söng svo karlakór- inn „Ég er kominn heim“ auk nokk- urra laga þegar gengið var til baka til veislu í Nauthóli. Hvítir kjólar fyrir alla fjöl- skyldumeðlimi Alls tók um einn mánuð að skipu- leggja stóra daginn. Mestan tíma tók þá að ákveða klæðnaðinn og finna hann. „Við vildum ekki hafa fötin hefðbundin og tók það okkur því dálítinn tíma að finna föt sem okkur fannst henta. Eftir að hafa flett í gegnum mikinn fjölda af gift- ingarmyndum á netinu duttum við niður á hvít indversk hör Pathani jakkafötum og urðum strax sam- mála um að þarna væru fötin sem við höfðum verið að leita að. Þannig gátum við öll í fjölskyldunni klæðst hvítum kjól á giftingardaginn eins og ein vinkona mín orðaði það, án þess þó að það tæki í karlmennsk- una,“ segir Sigurður, en þeir Krist- ján eiga þriggja ára gamla dóttur sem hafði mjög gaman af athöfn- inni og veislunni. Aðspurðir hvort brúðkaupsferð hafi fylgt í kjölfar athafnarinnar segir Sigurður að þeir hafi ekki mátt vera að því í janúar. „Við eigum hana eftir. Við erum reyndar ekki einu sinni búnir að ákveða áfangastað, en vonandi mun það ekki taka tíu ár eins brúð- kaupsveislan.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Helgin 27.-29. mars 201512 Kristján Jörgen Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson staðfestu samvist sína árið 2005. Veislan fór hins vegar ekki fram fyrr en tíu árum seinna, þegar Sigurður greip tækifærið og bað Kristjáns aftur. Athöfnin og veislan fóru fram í Öskjuhlíð á fallegum, sólríkum vetrardegi. Tók tíu ár að skipuleggja veisluna Kristján Jörgen Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson staðfestu samvist sína árið 2005, einir fyrir framan sýslumanni.Tíu árum seinna skipulögðu þeir síðan fallega athöfn í Öskjuhlíð, þar sem þeir gengu að eiga hvorn annan, umkringdir vinum og fjölskyldu. Einkennislitur dagsins var við hvítur, en snjór var yfir öllu, auk þess sem brúðgumarnir og dóttir þeirra klæddust hvítu frá toppi til táar. Fuss púði 13.990.- The Oak Men bakki 17.500.- Finnsdottir krukka 14.900.- Bjóðum brúðhjónum upp á að gera brúðargjafalista. Brúðhjónin frá 10% inneign í versluninni af heildarúttekt listans og fallega gjöf frá okkur. Brúðargestir geta svo sent okkur e-mail og gengið frá pöntun á netinu og fengið sent til sín eða sótt í búðina. Einfaldara getur það ekki verið! Síðumúla 21 S: 537-5101 snuran.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.