Allt um íþróttir - 01.12.1951, Page 4

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Page 4
ÖRN CLAUSEN var kjörinn íþróttamaður ársins 1951 Alls bárust 454 atkvæði í skoð- anakönnuninni um íþróttamann ársins og fékk Öm Clausen lang- flest þeirra eða 275, en það eru 60.8% greiddra atkvæða. Næstur kom Torfi Bryngeirsson með 128 og 21.2%. Ríkharður Jónsson hlaut 28, Ingi Þorsteinsson 8, Gunnar Huseby 7, Guðmundur Lárusson 3, Helgi Sigurðsson 3, Haukur Ó. Sig- urðsson 2 og Kristján Ámason 1. Útgefendur „Allt um íþróttir“ munu afhenda Emi veglegan grip til minningar um þennan heiður, en á hann verður letrað: ÖRN CLAUSEN kjörinn íþróttamaður ársins 1951 af lesendum tímaritsins Allt um íþróttir. Fáum kemur á óvart, að einmitt Öm Clausen skuli hljóta þennan titil í ár, því hann hefur ekki að- eins unnið afrek, sem skipar hon- um í fremstu röð íslenzkra íþrótta- manna, heldur og meðal hinna beztu í heimi. Seint mun mönnum líða úr minni hin frábæra frammistaða hans í landskeppnunum við Norðmenn og Dani í júní síðastl., en Öm varð þá stighæstur einstaklinga, enda keppti hann í fimm greinum með þeim prýðisárangri að sigra í tveimur (báðum grindahlaupun- um), stuðla að sigri í 4x100 m. boðhlaupi, verða annar í lang- stökki og þriðji í 100 m. hlaupi. í 400 m. grindahlaupi hafði hann ekki keppt áður, en lét tilleiðast, þar sem úrslitin í þeirri grein, gátu ráðið miklu um úrslitin í sjálfum landskeppnunum. Þeir bjartsýnustu vonuðu, að Öm yrði sigurvegari í þessu hlaupi, þótt við afbragðs grindahlaupara væri að etja, en hér skulu höfð eftir um- 362 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.