Allt um íþróttir - 01.12.1951, Qupperneq 6
heimi. Evrópumeistaranum í tug-
þraut, Frakkanum Ignace Hein-
rich, var boðið til íslands að heyja
einvígi við Örn í þeirri erfiðu
íþróttagrein. í fyrra háðu þeir
harða baráttu um EM-titilinn, sem
féll að lokum Heinrich í skaut, og
var þessarar keppni því beðið með
mikilli eftirvæntingu, þar sem lít-
ill munur var á þeim, en aðeins
67 stig skildu á milli.
Áhorfendur urðu heldur ekki
fyrir vonbrigðum, og er það mál
manna, að aldrei hafi farið fram
jafn skemmtileg íþróttakeppni á
íslandi. Kappamir voru nú enn
jafnari en í fyrra og skildu aðeins
23 stig, en Heinrich hafði aftur
sigur. Öm setti aftur á móti ísl.
met, 7453 stig, sem er bezti árang-
ur Norðurlandabúa, og ekki nóg
með það, heldur setti hann einnig
met í grindahlaupinu á 14.7 sek.,
sem skipar honum í röð fremstu
grindahlaupara Evrópu. — Hann
keppti skömmu síðar í þessari
uppáhaldsgrein sinni í Grikklandi,
en þangað hafði honum verið boð-
ið til keppni, og fór hann með sig-
ur af hólmi. Einnig þáði hann boð
um að keppa í Frakklandi og tók
hann þátt í ýmsum greinum og
hafði oftast sigur.
Það liggur í augum uppi, að
undirrót sigra og stórkostlegra af-
reka Arnar, er frábært viljaþrek,
þolinmæði og iðni við æfingar, sem
krefjast venjulega mikils tíma.
Þótt líkamsvöxtur hans sé einkar
vel til þess fallinn að gera honum
kleift að vinna íþróttaafrek, þá
gera sér fáir Ijóst, hve mikla kost-
gæfni og tíma þjálfunin tekur. En
þessi ungi maður hefur samt tíma
til að sinna öðrum hugðarefnum.
Hann stundar háskólanám og er
verðandi lögfræðingur.
Öm Clausen er sérlega myndar-
legur maður, hár, þrekvaxinn og
há-norrænn yfirlitum, enda vekur
hann hvarvetna athygli á mótum
erlendis og er ekki ósjaldan minnzt
á útlit hans í blöðum og tímarit-
um, sem fjalla um íþróttir.
Við Örn eru tengdar miklar von-
ir á næstu Ólympíuleikum, en hann
er álitinn hafa möguleika á að
sigra í tugþrautarkeppninni.
Um leið og við óskum Erni til
hamingju með að vera kjörinn
íþróttamaður ársins, óskum við
þess einnig, að hann megi verða
fyrstur íslendinga til þess að
hljóta titilinn, sem milljónir æsku-
manna dreymir um að bera: —
Ólympíu-sigurvegari.
364
IÞRÓTTIR