Allt um íþróttir - 01.12.1951, Page 12

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Page 12
ur Ó. Sigurðsson er þriðji þátttak- andinn, og geti einhver þessara þriggja af einhverjum ástæðum ekki komizt út, þá mun Magnús Brynjólfsson frá Akureyri hlaupa í skarðið. Það þarf ekki að reikna með því, að frammistaða þessara keppenda verði „sensasjon"; til þess eru ís- lenzkir skíðamenn of langt á eftir ennþá. En meiri reynsla og keppni á erlendum mótum mun vafalaust lyfta getu þeirra í þessum grein- um á hærra stig. Aðeins einn stökkmaður. Meiningin er, að aðeins einn stökkmaður keppi á leikum þess- um, Ari Guðmundsson frá Siglu- firði. Ari stundar nám í Stokk- hólmi og mun sú vera ástæðan, að stökkmaður var sendur til keppni, þ. e. hann getur notið þjálf- unar í stærri og betri brautum en til eru hérlendis. Annars hefur Haraldur Pálsson, Siglufirði, sótt um það til Ólympíunefndar, að fá að taka þátt í tvíkeppninni, og hef- ur hann boðizt til að kosta för sína sjálfur. Þegar þetta er ritað, er ekki búið að taka ákvörðun um það, en vonandi fær hann leyfið, og er í rauninni sjálfsagt að veita honum það, ekki sízt, þar sem SKÍ hefur mælt með því. Haraldur mun án efa standa sig mjög sómasam- lega. Þessum keppendum okkar á hin- um VI. Vetrar-Ólympíuleikum fylgja beztu ámaðaróskir, og þótt þeir vinni ekki sérstök afrek, þá er víst, að þátttaka þeirra og frammistaða í þeim mun staðfesta, að íslendingar eru sæmilega lið- tækir í skíðaíþróttinni, sem svo mörgum öðrum íþróttagreinum. Og víst er, að móttökur fá þeir góðar, þar sem frændur okkar, Norðmenn, eru annars vegar. SPREYTTU ÞIG —! Sá, sem getur svarað 8 spum- ingum rétt, hefur góða þekkingu á íþróttum og íþróttamálum. 1. Hvað stökk Finnbjöm langt í undankeppni langsstökksins á Ólympíuleikunum 1948? 2. Hver á pólskt met í 200 m. hlaupi? 3. Hver var fyrsti formaður íþróttabandalags framhalds- skólanna í Reykjavík og ná- grenni? 4. Hvaða íslendingur keppti í stökki á Holmenkollenmótinu í fyrra? 5. Hvemig fór fyrsti leikurinn á grasvelli K.R.? 6. í hvaða félagi er Hjálmar Torfason? 7. Hvað sigmðu Svíar Kóreu með mörgum mörkum í knatt- spymu á Ól.leikunum í Lon- don 1948? 8. Hvaða félag er Austurlands- meistari í knattspymu? 9. Hver er Ólympíumeistari í 1500 m. skriðsundi? 10. Hver varð Reykjavíkurmeist- ari í 100 m. hlaupi 1944? Svör á bls. 408. 370 IÞRÖTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.