Allt um íþróttir - 01.12.1951, Síða 25
XV. Olympíuleikar 1952:
Bandaríkjamenn verða sigursœlir
í spretthlaupunum og styttri milli-
vegalengdum.
Þó að nú sé rúmlega hálft ár til
ÓL í Helsingfors, eru erlend tíma-
rit þegar farin að ræða um vænt-
anleg úrslit þeirra í einstökum
greinum. „Allt um íþróttir“ mun
frá og með þessu hefti birta þætti,
þar sem við gerum samanburð á
beztu afrekum frjálsíþróttamanna
heimsins s.l. sumar, og reynum
síðan að gizka á, hverjir verða
fremstir, þegar á hólminn kemur.
Fyrst skulum við ræða um
spretthlaupin, en þar hafa Banda-
ríkjamenn verið fremstir á flest-
um Ólympíuleikum til þessa, og
þannig verður það víst einnig á
sumri komanda. Á afrekaskránni
1951 er það samt MacDonald Bai-
ley, sem er fremstur, bæði í 100 m.
10.2 og 200 m. 20.5 (bein braut).
Bandaríkjamennirnir Andy Stan-
field og Jim Golliday verða samt
erfiðir, sérstaklega Stanfield. Það
má reikna með þrem Bandaríkja-
mönnum í úrslit allra vegalengd-
anna frá 100 upp í 800 m. Þjóð-
verjar og Rússar verða samt harð-
ir í hom að taka í 100 m. og þeir
fyrr nefndu einnig á hinum vega-
lengdunum. í 800 m. er Roscoe
Brown (USA) beztur 1951 með
1:49.3 mín., síðan Wint 1:49.6, U.
Cleve, Þýzkal. 1:50.0, E1 Mabrouk,
Frakkl. 1:50.1, Heinz Ulzheimer,
Þýzkal. 1:50.1 og Audun Boysen,
Noregi 1:50.4, ásamt Lars-Erik
Wolfbrandt, og loks Robert Cham-
bers, sem hér var í sumar, hann
hljóp á 1:50.5. Þegar við lítum yfir
þennan lista, hljótum við að álykta,
að keppnin í þessari grein, eins og
reyndar í flestum greinum, verður
geysihörð.
Um möguleika okkar íslendinga
í þessum umræddu greinum er
ýmislegt hægt að segja, en þetta
verður látið nægja að sinni: í
100 og 200 m. eru undanúrslit það
lengsta, sem við getum búizt við
að okkar menn komist. Sama er
að segja um 400 m., en í 800 m.
er reiknað með Guðmundi jafnvel
í úrslit. í fyrsta lagi eru fleiri í
úrslitum þar en í 100, 200 og 400
m., eða 8 til 9 í stað 6 í hinum
greinunum, og í öðru lagi er það
endaspretturinn í undanrásum
millivegalengdanna, sem sker úr
um, hverjir komast áfram í úrslit.
Eins og við vitum er Guðmundur
oftast sterkastur síðustu 100 m.
og þess vegna er ekki ósanngjamt
að reikna með þessu.
í næsta blaði verður rætt um
lengri hlaupin.
IÞRÓTTIR
383