Allt um íþróttir - 01.12.1951, Síða 28

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Síða 28
íslenzkir íþróttamenn — XIV: JÓN ARNÞÓRSSON íþróttimar eru, hafa verið og munu verða sá nægtabrunnur, sem seint mun verða þurrausinn, um það vitna jafnt ungir sem gamlir. Þær hafa aukið hreysti og atgjörfi unglinganna. Þær hafa orðið snar þáttur í tómstundum hinna full- vöxnu, og íþróttirnar hafa orðið ómetanleg uppspretta og orkugjafi þeim, sem nálgast óðfluga þá stað- reynd, að kerling ELLI kemur öll- um á kné um síðir. Staðreyndirnar sýna og sanna, að íþróttimar eiga sterk ítök í hinni íslenzku þjóð, ítök sem sanna tilveru og framþróun sína bezt, ef brugðið er upp af þeim nokkrum leifturmyndum. Ég ber þá að sjálfsögðu niður þar sem ég er kunnugastur, en það er á Akureyri, þar sem ég er félagi í Knattspyrnufélagi Akur- eyrar. Félagatala íþróttafélag- anna þar hefur vaxið um % nú á skömmu árabili, félögin hafa stöð- 'ugt staðið fyrir þróttmeira starfi og íþróttaframkvæmdir allar margfaldazt. Allur þessi vöxtur á sínar orsakir, orsakir, sem svo oft vilja gleymast í stundarhrifningu unninna íþróttasigra; orsakir, sem eru þó grunnurinn undir íþrótta- getu þeirra, sem hæst bera í dag. T. d. verður erfitt að minnast skíðaíþróttarinnar án þess að Her- manns Stefánssonar íþróttakenn- ara sé þar að nokkru getið. Ég minnist þess fyrir 8 ámmu, þegar við strákarnir í eldri bekkjum barnaskólans hópuðumst saman með rauða borða á öxlinni, sem nemendur á skíðanámskeiði hjá Hermanni. Það var kátra drengja flokkur, sem þarna lærði undir- stöðuatriði skíðalistarinnar undir stjóm hins færasta kennara. Her- mann sér nú árangur verka sinna í mörgum gömlum nemendum, því að þeir standa nú og hafa staðið í fylkingarbrjósti íslenzkra skíða- manna. Honum var líka sýndur verðskuldaður heiður, er honum var falin þjálfun hinna íslenzku skíðamanna fyrir Ólympíuleikina 1948. Ég hafði nokkur kynni af þeirri þjálfun, sem var að allra 386 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.