Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 34
6 sterkustu skákmeistara heims-
ins í New York, til að skera úr um,
hver hljóta skyldi rétt til að skora
á heimsmeistarann, Capablanca,
til einvígis. Capablanca sigraði
sjálfur í mótinu með 14 vinning-
um, en næstir urðu Alekhine
(IIV2) °g Nimzowitch (10%). Var
því komið á einvígi milli Alekhine
og Capablanca í Buenos Ayres síð-
ar sama ár.
Fram að einvíginu hafði Alek-
hine aldrei tekizt að sigra heims-
meistarann, sem sigrað hafði í 7
skákum, en 6 orðið jafnar. Það
má því segja, að úrslit fyrstu skák-
arinnar hafi haft afdrifarík áhrif
á hin endanlegu úrslit einvígisins.
Alekhine bar nú sigur úr býtum
í fyrsta skipti og fylltist auknu
sjálfstrausti við þá reynslu sína,
að Capablanca væri ekki ósigrandi.
Eftir harða og tvísýna baráttu bar
hann loks sigur úr býtum í 34.
skákinni ( + 6, -=-3, =25) og hlaut
þar með heimsmeistaratitilinn.
Næstu árin tók Alekhine ekki
mikinn þátt í skákmótum, en lagði
land undir fót og tefldi sýningar-
skákir um allan heim, allt frá ís-
landi til Japan. Hann varði þó tit-
ilinn 1929 í einvígi við Bogolju-
boff, sem hann sigraði með 15!/2
—9Ví>. Árið eftir vann hann einn
sinn glæsilegasta sigur, er hann
sigraði í skákmóti í San Remo án
taps, með 14 v., 3V2 á undan Nim-
zowitch og öðrum sterkustu skák-
mönnum heims að undanskildum
Capablanca. Þetta endurtók sig í
Bled næsta ár, er hann varð 5V2
v. á undan næsta manni. Bogolju-
bow skoraði á ný á hann til ein-
vígis 1934 og allt fór á sömu lund
sem áður. Alekhine sigraði með
15i/2_ i0i/2.
Alekhine hefur ætíð verið fund-
ið það til foráttu, að hann skyldi
taka Bogoljubov fram yfir Nimzo-
witch og Capablanca. En hafði
Lasker ekki einnig forðazt sterk-
ustu keppinauta sína á árunum
fyrir styrjöldina? Það er aðeins
mannlegt að leggja ekki örugga
lífsafkomu í hættu. En frumor-
sökin mun þó hafa verið, að á
kreppuárunum var erfitt að leggja
fram það fé, sem Alekhine krafð-
ist. Af Capablanca krafðist hann
sömu upphæðar og hann hafði ver-
ið krafinn um 1927, eða 10.000
gulldollara.
1 einvíginu 1934 þótti gæta
hnignunar hjá Alekhine og varð
það til þess, að Hollendingurinn
Max Euwe skoraði á hann til ein-
vígis 1935, og öllum á óvart sigr-
aði Euwe með 15 V2—14%. Nú fór
fyrir Alekhine eins og Capablanca,
hann vanmat andstæðinginn og var
ekki undirbúinn sem skyldi, en að-
alorsök ósigursins mun þó hafa
verið óhófleg vínneyzla síðustu ár-
in. Euwe samþykkti strax að ein-
víginu loknu að veita Alekhine
tækifæri til að endurheimta titil-
inn að nýju að 2 árum liðnum og
tókst honum það (15y2—9y2).
Tímabil hinna glæstu sigra var
liðið, hann varð 6. í Nottingham
1936 á eftir Botvinnik, Capa-
blanca, Euwe, Fine og Reshevsky,
og aftur 4.—6. í AVRO-mótinu í
Hollandi 2 árum síðar, á eftir Ker-
392
IÞRÓTTXR