Allt um íþróttir - 01.12.1951, Qupperneq 39

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Qupperneq 39
38. Kh2—h3 Rg4—e3f 39. Kh3—h2 RXHc2 40. BXH Rc2—d4 Ef He2—e3, þá RXBt; 42. HXR, Be6 —<35 lokaþátturinn! Svartur vinnur mann. — Hvítur gaf. Frábært dæmi um árásarsnilli Alekhines og að heita óviðjafnan- leg vegna hinna mörgu vandfundnu leikja, sem komu í kjölfar drottn- ingarskiptanna. Staðan er ótrúlega flókin og allt hangir á bláþræði, en með innsýn sinn í stöðuna hef- ur hann stjóm á rás viðburðanna og stefnir markvisst til vinnings. „^4líert l óérfilohhi. a Eftirfarandi klausu skrifar Will Stálbrand, frá París, í sænska íþróttablaðið, um leik milli Racing Club de Páris og Nice: „Vandræðabarnið Albert Guð- mundsson hreyfði ekki mikið fæt- urna í fyrri hálfleik. — Ef knött- urinn kom til hans, gaf hann hann strax til meðleikmanns og reyndi ekkert á sig. En það hefur víst verið erfitt fyrir „Guð“ að hafa að engu fyr- irskipanir fyrirliðans, því að eftir hléið réði hann svo gjörsamlega á vellinum, að það geta aðeins Ben Barek og Gunnar Gren leikið eft- ir honum. — Það er synd, að þessi stjarna, sem er í sérflokki, skuli vera svo hræðilega (mis)lynd eða þver („lynnig“ eller tjurig). Hann hleypur með knöttinn hraðar en aðrir án hans; „teknik“ hans er frábær, og skotmaður er hann mjög hættulegur. Allir áhorfendur á „Parc des Princes" urðu yfir sig hrifnir af eftirfarandi listrænu atviki: Dom- ingo, markmaður Nice, hafði spyrnt út knettinum, er hafnar hjá „Guð(i)“, er stöðvaði hann þegar og sá þá Domingo ganga til baka að markinu. Hann lyfti knettinum í nokkurra metra hæð, „klippti" eldsnöggt og knötturinn stefndi (næstum frá miðju vallarins) í áttina að marki og virtist ætla að fara undir slána, er Domingo leit við og lyfti honum yfir á undra- verðan hátt.“ IÞRÓTTIR 397

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.