Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 25
SAGA 171
frá skrifborSinu og gekk til þeirra Alfs og Helga. Hann
tók ábreiöuna af Alfi, skoöaöi hana vandlega, og vék
sér aö Helga. "Segöu þessum norræna höföingja, aö
eg þakki honum komuna. Segöu honum að það gleðji
mig að sjá víking stíga fram úr fornöldinni, yfir þús.
und ár, og koma til fundar við mig. Segðu honum, að
eg muni heimsækja hann innan tveggja ára, og að eg
leggi aldrei í langferð nema í prívat lestarvagni. Og
segðu honum, að til þess að vera viss um, að eg gleymi
ekki þessu loforði, ætli eg mér að leggja gólfdúk þennan
framan við rúmið mitt, og að eg þakki honum og konu
hans góða gjöf.’’
III.
Tæpum tveim árum síðar var mikill mannfagnaður
í Mörk. Hin langþráða járnbraut var loks komin inn í
nýlenduna. Þorpið var enn í smíðum, en þó fékst þar
allstór skáli til veizluhaldsins. Það gerði hátíðarhaldið
enn þá dýrlegra, að Mr. Thorburn, forseti j árnbrautar-
félagsins, hafði komið í prívat lestarvagni, og var að
sjálfsögðu aðalheiöursgesturinn. Þar næst þingmaðurinn
og svo sveitarráðsmenn, og garnlir járnbrautarnefndar-
menn.
Ræður voru haldnar undir borðum, og gengu þær
mest út á að lofa ötulleika bygðarbúa, dug'nað þing.
mannsins og mannkosti Mr. Thorburns. Þá var einni
vikið að íhaldssemi og sérvizku þeirra, sem létu si
bo bo