Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 47
SAGA 193
aldarinnar valda, eSa áframhaldandi spor til æSri fagn-
aðar á jörðinni, sem mannssálin er aö stíga, getur eng-
mn meS fullvissu vitað, þótt flestir óski þess fegurra.
Hitt vita allir, a® margt þaS, sem fyrir fáum áratug.
um þótti siðmenningu vorri samboSiS, er nú álitið villi-
mannlegt og viðbjóðslegt.
II.
Hákarlinn og maðurinn eru mikið skyldir. Þeir eru
frændur. En frændur eru frændum verstir, og verði
þeir því hvor öðrum að bana, sökum svangsins mikla.
Vopn hákarlsins er sterkur kjaftur og stálbeittar
tennur. Vopn mannsins er djúpvitur slægð og tál-
beita.
Hákarlinn syndir að manninum, ef hann fellur í
sjomn, skellir hann í sundur og gleypir hann, dauðan og
lifandi, miskunnarlaust.
Maðurinn sendir tálbeitu sína niður í sjóinn.. Ef
hákarlinn gleypir hana, festist hárbeittur1 stálkrókur í
kjaftinum, og hann er dreginn upp á skipið, goggnum
stungið á kaf í hann hugsunarlaust, ristur síðan á kvið-
>nn með skálminni miklu umsvifalaust, lifrin. rifin úr
honutn án allrar vorkunnsemi, og honum fleygt svo ó-
drepnum en helsærðum í sjóinn aftur, af miskunnar-
iausri mannshendinni, til langvarandi kvala og dauða.
Stríðs,