Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 103
SAGA 249
fundur hafði veriS á Króknum og mikil fer'ö yfir Os-
inn, svo aö Þorvaldur haföi verið hjá okkur um nóttina,
og fór hann með mönnunum. En þegar þeir komu að
Osnum, var ferjan horfin., en tveir hestar stóðu bundnir
saman við Ösinn. Kallaði þá ferjumaður hinumegin
við Osinn til þeirra, og sagði þeim að tveir menn hefðu
druknað í Osnum, og sótti hann mennina yfir.
Þorvaldur kom með báða hestana heim að Tjörn.
Varð mér mjög hverft við. Þóttist eg vita strax, hvað
við hefði borið, því eg þekti báða hestana og eigendu:
þeirra, sem voru Grímur Grímsson, sá er fyr er 'getið,
og Gísli nokkur Halldórsson, sem einnig átti heima í
Hegranesinu. Höfðu báðir þessir menn komið sér sam-
an um að fara ekki heim að Tjörn, til að vekja upp, því
báðir voru listasjómenn og því í bezta lagi færir um
að ferja sig sjálfir, þótt svona færi.
Nokkru seinna fanst ferjan á hvolfi út með Reykja-
strönd, og var hún töluvert skemd. Drógst í þrjár vikur
að gera við hana, og liðum við hjónin nokkurn baga við
það, því þann tíma var mikil umferð yfir Osinn.
Allmikil óhugur var í mér að taka aftur við ferj-,
unni, eftir að mennirrir höfðu druknað af henni. Var
eg ekki laus við geig og myrkfælni, einkum þar sem
maðurinn minn þurfti að vera við ferjustaðinn fram á
nætur, að ferja á þessu slysafari. Þetta má auðvitað
kallast barnalegt, en óhug, sem sprettur af gamalli trú
eða hjátrú, er ekki svo létt að hrinda af sér. En á þessu
lét eg þó ekkert bera, og leið nú að þeim degi, er koma