Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 89
SAGA
235
íslenzkar þjóðsagnir.
BRESTIR.
(Handrit Jónasar Hall. — Sögn Jóhannesar ísleifssonar.)
Nálægt 1860 bjó maSur sá er Páll hét Pálsson á
Kverkártungu, heiöarbýli fram af Miðfiröi á Langanes-
ströndum. Helga hét kona Páls og bjuggu þau við fá-
tækt. Eitt sinn, er Helga var þunguö og komin nærri
falli, :kom Páll henni fyrir að Fossi, heiöarbæ hinumegin
viö Miöfjaröará, hjá Árna bónda Gislasyni, er þar bjó.
Tveir synir Árna, sem hétu Guðmundur og Gísli, voru
hjá honum og komnir nær tvítugs aldri, er þessi saga
gerðist. — Þegar konan var farin frá Páli, var hann al-
einn eftir á bænum. Seinasta dag Þorra fór hann út
1 fjárhús að gefa að kvöldi til, rétt fyrir sólsetur. Veöur
var heiðríkt og kyrt. Þegar hann var að losa heyið úr
kumbli, sem var við fjárhúsið, heyrir hann högg á kumbl-
þekjunni. Svo gefur hann kindunum, fer ofan í króna
og heyrir þá sömu höggin dynja á fjárhúsinu. Honum
dettur í hug að annarhvor drengjanna frá Fossi sé kom-
mn, og geri þetta af ertingum við sig, fer út og gætir i
kringum húsið, en sér ekkert, hvorki mann eða slóðir
húsinu, en nýfölvað' var, svo sporrækt hefði verið.
Svo fer hann heim í bæ og sezt á rúm sitt í baðstofunni.
Þá var farið að dimma af nótt. Strax heyrir hann högg