Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 54
200
SAGA
Úr ýmsum áttum.
(Þýtt.)
HUGSANAHÆFILEIKI.
Eftir séra E- Griffith-Jones, D. D.
Er ekki hugsanahæfileikinn þaö æösta, sem mað.
urinn á? Gleymum því ei, aö sérhvert stórt spor stígið
á framfarabraut mannkynsins, byrjar með hugsýn. Það
er ekki til uppgötvun í vísindunum, né uppfundning í afl.
fræðinni, eða aukning við vald mannanna móti blindu
og æstu afli náttúrunnar, sem ekki myndaðist í fyrstu
sem óáþreifanleg hugsun í heila einhvers einmana djúp.
hyggjumanns. Suðandi rokkurinn, öskrandi verksmiðj-
urnar, brennandi bræðsluofnarnir, samfléttuðu járn-
brautirnar og simaþræðirnir, rafmagnsaflgjafar og eimvél-
ar þessa starfsama lands, eru, þegar þær eru skoðaðar
dýpst niður í kjölinn, ekkert annað en óteljandi krystall-
aðar hugsjónir—andi breyttur í efni. Vísindi, listir, verzl-
un, stjórn og félagslíf, er reist og haldið við á hugsun, og
án djúphyggjenda þeirra, hugsandi mannanna, myndi
jörðin fljótlega falla til baka í ógurlegasta grimdaræði
og félagsóskapnað.
SKEMTILEG VINNA.
Eftir Willim Morris.
Islandsvininn mæta og Socialistann fræga.
Það er rétt og nauðsynlegt, að allir menn ættu að
hafa verk að vinna, sem ætti að vera þess virði að vera