Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 88
234 SAGA
manninum lítið, ef sál hans bíður tjón. Því í sannleika
er sálin eina eignin, sem maðurinn getur eignað sér að
fullu, af gæðum þeim, er heimur þessi birtir. Glatist
sálin í efnið og vélarnar, þá er alt mist. En verði vél-
arnar, vísindin og náttúruöflin, til að lyfta henni til
æðra heims, og uppfundningarnar notaðar henni til sig-
urs, þá er vel að verið og framtíðin björt, mitt í hjóla-
skröltinu og vélablæstrinum.
(Þýtt og frumsamið. — Þ. Þ. Þ.....
MEIRA GAiIANIÐ.
Upp að veggnum í sjómannaheimili einu í hafnar-
borg á Stórbretalandi, hallaðist ógurlega stór Skandínavi,
með flumbrað andlit og blátt auga, og hristist svo mikið
af ofsalegum hlátri, að honum lá við að springa.
“Hvað hefir komið fyrir?” spurði Breti, sem fram
hjá gekk.
“O, ekki mikið,” svaraði útlendingurinn. "Eg stóð
bara hérna og gerði ekki neitt. En alt í einu gengur að
mér maður nokkur, ber mig á augað og segir: ‘Hafðu
þetta, helvítis Norðmaðurinn þinn!’ Svo gekk hann í
burtu, en kom svo aftur eftir svo sem eina eða tvær
mínútur, slær mig nokkur kjaftshögig og segir: ‘Hafðu
þetta, helvítis Norðmaðurinn þinn’ !”
“Nú, mér finst þetta ekki svo sérlega hlægilegt,”
mælti Bretinn. s
“Einnið þér ekki gamanið í því'?”
Nei, alls ekki.”
“0, eg var Svíi!” öskraði risinn og skellihló, svo
að undir tók í borginni.