Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 116
2G2 SAGA
og hugsaöi því ckki um regni'ð og kuldann. Hann sat
og starði sorgþrungnum augum út í nattmyrkrið, og
hugsaði um liðna tímann. og framtíðina. Hann var ís.
lenzkur að ætt og uppruna; en foreldrar hans voru dánir,
og hafði hann því freistað gæfunnar og komið með
fólki, sem hann þekti, til Ameríku, fyrir rúmu ári síðan.
Hann átti engin skyldmenni og enga vini hér, og varð
því að sjá fyrir sér sjálfur.
Dag eftir dag gekk hann um göturnar og seldi blöð.
Hérlendu blaðadrengirnir gutu til hans illum augum
og stríddu honum oft. Sérstaklega var það einn enskur
drengur á aldur við hann sjálfan, sem aldrei sá sig úr
færi að gera eitthvað á hluta hans. Hann stríddi hon-
um á því að hann væri útlendingur og hvað hann talaði
bjagaða ensku, og hvað helzt sem gat aukið honum erfið--
leika. Hann fann til þess, hvað hann var einmna og
átti örðugt, og hann var að því kominn að gefast upp.
Þessa köldu og hráslagalegu haustnótt, barðist hann
hinni hörðu baráttu við sjálfan sig. Það voru tvö ste.k
öfl, sem börðust um í sálu hans, hið illa og hið góða.
Hann sat alla nóttina og háði stríð við sinn innra mann.
Um morguninn stóð hann upp, kaldur og syfjaður, en
með ný áform og nýtt þrek. Það var eins og vindurinn
hvislaði að honum hvetjandi orðum, og honum fanst
jafnvel regndroparnir, sem dundu jafnt og þétt ofan a
jörðina, vera sér vinveittir. Hann hafði áformaö að
berjast með hinu rétta og góða, og sú stefna stóð nú
eins og bjarg, inst í hugskoti hans.---