Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 76
222 SAGA
flugreiðarnar verða orönar flughæfar, til mörg þúsund
mílna feröar, ári'ö 1930, er ekki ólíklegt, a'ð mörgum
lslendingi vestan hafs líkaði bezt að fara eigin ferða
heim til gamla landsins, í reiðinni sinni. Sá kostur
fylgdi þvi, að enginn þyrfti að óttast, að ekki yrði litið
upp til hans, þegar hann kæmi svífandi í skýjum himins,
til höfuðstaðarins.
MANNSANDLITIÐ ER AÐ BREYTAST.
“Timarnir breytast og mennirnir með,” væri rétt-
ara sagt: Mennirnir breytast og tímarnir með, þó það
láti ekki eins vel í eyrum.
Síðan á dögum Darwins, hafa vísindamenn næst-
um einróma samþykt þá kenning, að maðurinn hafi
komist á það stig, sem hann nú er á, frá lægri og ófull-
komnari lífsmyndum. Og ef sú ályktun er rétt, að
hann hafi stöðugt verið að breytast og laga sig eftir
lífsskilyrðunum framan frá efstu forneskju og fram á
vora daga, þá er það auðskilið, að breytingarnar muntt
halda áfram á ókomnum öldum.
Ef hauskúpa Java.apamannsins er aðgætt, sem álit-
ið er að uppi hafi verið fyrir hér um bil 500,000 árum,
eða jafnvel múmíuhauskúpu Rameses II.. Forn-Egyptans,
og borin saman við andlitslögun samtíðarmannanna, þá
vekur sá smanburður þá spurningu: Hvernig munu