Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 27
SAGA
173
Fráfærur.
"U.u-u,” suöar dalsáin. Alt af sama “u”-ið. En
þú veröur aö hafa vissar áherzlur á þessum eina staf
og draga mátulega seiminn, lesari góöur, ef þú setlar þér
að ná hljóöi því rétt, sem árniðurinn myndar. Sízt af
öllu máttu bera “u”ið fram sem “jú”, eins og sum
vestur-íslenzku börnin, þegar þau eru að læra að stafa
á íslenzku.
Raunar veitir þú árniðinum sjaldnast neina sérstaka
athygli, þótt þú heyrir hann heim að bænum þínum, sem
bygður var nokkur hundruð faöma frá ánni. Hann fer
i vana eins og klukkudikkiö, sem maður fæöist og elst
upp við. Einungis þegar þú ert horfinn burtu frá ár-
niðinum eða klukkan stöðvast, þá veitir þú því eftirtekt
að eyrun vanta eitthvað. Umhverfið verður tómlegra.
Þögnin of djúp.
En þegar þú gengur með fram ánni, sem er stór og
straumihörð, og sem hefir svo hátt, að þú heyrir ekki
það, sem sagt er við þig, nema að orðin séu kölluð rétt
við eyra þér, þá lætur árniðurinn þig taka eftir sér.
Gaktu ekki svona framarlega á bakkanum!” kall-
aði Jón á Brú til Kela sonar síns, sem gekk fram á blá-
bakkabrúninni, og lét endann á prikinu sínu snerta
strauminn, og berast með honum, um leið og hann hélt