Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 58
204 SAGA
urinn bygði búi5 sitt. Uppgötvaöi hann þá, að flugan
tók öröu af tré, tugöi hana í graut, og bar löginn á
búið sitt. Þegar kvoöan harðnaði, varð hún svipuð
þeim pappír, sem notaður er nú á dögum.
Þannig lærðu Kinverjar af geitunganum að búa til
pappírinn, löngu á undan öllum öðrum þjóðum. En
geitungurinn lærði af þeim, sem lífið skóp.
HEILRÆÐI.
Eftir Victor Hugo.
Skiftu brauði þínu með smábörnunum. Sjáðu um
að engir í kringum þig þurfi að ganga berfættir og
sárfættir. Líttu með velvild til mæðranna, sem gefa
börnum sínum að sjúga, sitjandi á tröppum lélegra smá-
hýsa. Sýndu engum illgirni á lífsleiðinni. 'Merðu ekki
visvitandi í sundur hið vesælasta blóm. Virtu hreiður
fuglanna. Hneig þig fyrir höfðingjunum í fjarlægð, en
mættu smælingjum á miðri leið. Farðu á fætur til að
vinna. Gakk til hvíldar í bæn, sofnaðu í hinu óþekta
með hið óendanlega fyrir svæfil þinn. Elskaðu, trúðu,
vonaðu, lifðu. Vertu líkur þeim, sem hefir vökvunar-
könnu í hendi sér, en vökvunarkannan þin á að vera
fylt af góðyrðum og góðgerðum. Mistu aldrei móð-
inn. Vertu lærimeistari og vertu faðir. Ef þú átt syni,
þá kenn þeim, og ef þú átt óvini, þá blessaðu þá —
alla með þvi óhindraða valdi, sem sálin eignast í þolin-
rnóðri eftirvæntingu eilífðardögunarinnar.