Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 64
210 SAGA
þjóhnöppunum niSur, og staSnæmdist ekki fyr en hann
kom á þann staS, sem hann hafði hafið för sína frá, upp
á viS. Og á leiSinni ofan eftir, fanst honum hann léttur
á sér, eins og fífupoki, rétt eins og hann heföi ekkert
í vösunum, og væri frí og frjáls. Hann var ekki nema
augnablik, að renna sér niöur þenna áfanga, sem tekiö
hafði hann langa lengi a<5 komast upp. Iín í hjarta sinu
vildi hann ekki fara niður, þótt honum yrði þetta á.
Hann vildi komast upp. Hann staulaöist á fætur, og
gekk nokkur spor á brekkuna, en þá urðu vasarnir svo
þungir aftur, að honum fanst þeir ætla að sliga sig
niður.
“Þetta er ekki sanngjarnt!” hrópaði hann. “Hvar
er réttlæti himnanna?”
“Alstaðar!’’ svaraði rödd honum, en hann sá engan,
“Því er eg svona þungur á mér, þegar eg vil kom-
ast til guðs?” sagði hann gramur.
“Það eru þín vondu verk, ljótu hugsanir, og þungir
hugir meðbræðranna, sem gera þér uppförina svona erf.
iða,” svaraði röddin.
“En því er svona létt að komast niður?”
“Það er hið eðlilega þyngdarlögmál syndarinnar.”
“En því er mér ekki hjálpað?”
“Þér hefir verið hjálpað, auma sál, því annars værir
þú kominn niður fyrir allar hellur.”
“En því takið þið ekki meira til greina, það sem
eg gerði gott?”
“Hvað var það?”
“Lagði eg ekki hundruð dala og þúsundir króna,
til þjóðræknisstarfa, kristindómsstarfa, hæli gamalmenn-
anna, barnanna, sjúklinganna, og ótal margs annars, auk