Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 36
182 SAGA
í kringum sig vígamannlega, tilbúinn aö leggja því í
hverja þá rollu, sem geröi sig svo djarfa að mynda sig
til að stökkva upp á þann. part veggjarins, sem hann
átti að gæta.
Það var búiö að hefta lömbin og tveir þriðju
heimafólksins var að leggja af stað með þau frá
stekknum. Hinn þriðjungurinn gætti ánna og var í
dyrunum eða uppi á veggnum, eins og Keli, til að gæta
þess að engin ærin slyppi út.
“Ló-ló og la.la —’’
“Dó-dó og da.da —”
“Hó-hó og ha.ha —” söngluðu þeir sem eftir urðu,
og reyndu að hafa svo hátt að jarmið frá ánum bærist
ekki til lambanna meðan þau væru í námunda, né hljóð-
in í lömbunum heyrðust til stekkjarins, því móðureyrað
er þunt og barnshjartað næmt, þótt veggur og höft skilji
vegi.
Keli galaði eitthvað út í loftið eins og aðrir, og
eins hátt og hann. gat, eins og hinir. En alt í einu datt
honitm í hug, að hann mætti alveg eins vel syngja eitt.
hvað almennilegt, eins og að spangóla svona alt af sönru
atkvæðin. Það sem fyrst rann itpp í huga hansj, var
sungið. Það voru skopvísur — svonefnt “Fuglakvæði’ ,
— sem einn eða fleiri gárungar í sveitinni höfðu ort
um oddvitann. Kvæðið var langt, og oddvitinn. nefndur
í hverri vísu í sambandi við einhvern. þeirra fugla, sem
't dalnum þektust. Ekki vissi Keli.hvort hann kynni alt
kvæðið eða hefði vísurnar samstæðar. En hvað gerði