Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 62
208 SAGA I
laun’’. Eftir hinum háu upphæðum að dæma, sem hann
dró út úr vösum sínum, skildi hann, aö hann myndi liafa
svo þúsundum dala skifti af þessum varningi. Fyrst
vissi hann ekki, hvaö þetta gæti þýtt. En alt í einu
lauzt ráðningunni niöur í huga hans. Þetta voru upp-
hæöir, sem hann haföi ragaö niöur og dregiö frá rétt-
mætri og sanngjarnri borgun til mannanna, sem unnið
höföu hjá honum fyrir daglaunum, eða eftir samnings-
vinn.u. Hann mintist þess nú, hversu oft hann hafði
goldið verkamönnum og' iðnaðarmönnum, þriðjungi,
helmingi og tveim.þriðju lægri laun, en þeir áttu heimt-
ing á aö fá, eftir ákveönu kaupgjaldi, svo þeir gætu
dregið fram lífið með þolanlegu móti. En þegar enga
aöra vinnu var að fá, notaði hann sér neyð þeirra, og
kúgaði þá. Og hann mundi vel eftir vesældarsvipnum
á mönnunum, sem unnu upp á samning fyrir hann, þeg-
ar hann var búinn að raga við þá í marga daga, og ljúga
að þeim, að annar byði svona og svona lágt og lægra,
og fékk þá svo loksins til að taka að sér vinnuna, tvisv.
ar, þrisvar og fjórum sinnum lægra, en mögulegt var
að gera verkið fyrir, með fullum daglaunum. Hvaö
þeir höfðu hamast. Og hvað þeir gátu verið hundslega
skömmustulegir! En þetta voru Landar hans, sem
áttu aö geta séö eins vel um sinn hag og hann! Þetta
var að kunna vel að koma ár sinni fyrir borð. Þetta
voru viðurkend lög samkepninnar, og vei þeim brask-
ara, sem brýtur þau. En það var hálf.ónotalegt, og
ósanngjarnt, að honum fanst, að minna sig á þetta núna,
og svona. En samt hefði hann nú kært sig kollóttan,
eins og áður, um þessaf minjar jarðaráranna, ef þær
hefðu ekki verið svona skelfilega þungar. Hann hafði
verið aflamaður alla æfi, á dautt sem lifandi. Sópað