Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 74
220 SAGA
lega borið flugmann, farþega og gasolíu, sem endist í 5
tima flug.
NýskeS hefir Frakki einn, Georges Barbot að nafni,
fundiS upp litla fljúgandi hraöreiS. Er flugreiö þessi
hinn mesti sendill. Þyngd hennar allrar er aS eins 400
pund. Ef hún væri smíSuð í stórum stíl, myndi hver
einstök flugreib kosta innan við $500, eftir útreikningi
og áætlun “Popular Science Monthly”, sem skipar henni
á bekk meö ódýrustu bifreiSum. Hún eyddi einni gallónu
á 60 mílna flugi, þegar hún var reynd, en Georges Bar_
bot segir, aS sér muni bráölega takast, aS láta hana
fljúga 125 rnílur á sama mæli af olíu.
Músarrindillinn brezki (The British Wren), er nafn-
iS á einni flugreiSinni enn, nýrri af nálinni. Þyngd
hennar tómrar, er ekki nema vel vegin 200 pund, eSa 335
pund meS flugmanni og aflsneyti, en þá verSur sá aS
vera léttur, sem flýgur henni. 1 henni er tveggja vala.
vél. Er álitiS aS hún muni verSa mjög ódýr, og þarf
þess meS, ef hver vinnumaSurinn og vinnukonan á aS
eignast Músarrindilinn og svífa á honum um loftiS,
eins og þau ríöa á reiSum sinum á jörSinni, enda reyna
uppgötvarar aS hafa flugtæki sín sem einföldust og ó-
dýrust, eins og Ford tókst forSum daga meS reiöina
sína, sem hann lét heita í höfuSiS á sér. Nú er sá
karl búinn aö láta sniíSa sæg af loftförum, sem hann
notar til aS flytja fólk og vörur meS.