Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 119
SAGA
265
Smásögur og skrítlur.
TJMSL.OPAGAAS.
Flestir lesendur “Sögu’’ muna sjálfsagt eftir þessu
nafni úr “Allan Quatermain”, eftir Rider Haggard, og
þykir óefaö gaman aö heyra, að þessi mikli Zúlú-ber-
serku'r, Umslopagaas, var meira en söguhetjunafniö
tómt. Hann var Swazi af tignum ættum, sem Haggard
hitti í Suöur-Afríku. Höföingi þessi var hár en grann-
ur, ægilegur upp á að sjá, með stóra holu fyrir ofan
vinstra gagnaugað. Löngu eftir að Haggard var kominn
heim til Englands frá Suður-Afríku, og orðinn frægur
skáldsagnahöfundur, var það dag nokkurn, að höfðing-
inn átti tal við Englending einn, sem Osborn hét, en
sem innlendingarnir í Afríku kölluðu Mali-mat. “Er
það satt, Mali-mat,” spurði Umslopagaas, “að Indanda
(þ. e. Haggard), hafi notað nafn mitt mjög mikið i
bókum þeim, sem hann hefir skrifað?’’
“Já, það er satt, Umslopagaas.”
“Sé svo, Mali.mat, þá segðu Inkoos Indanda, þegar
þú mætir honum fyrir handan Svartavatnið, að þar sem
hann græði peninga á því að skrifa um mig, þá sé það
ekki nema rétt og sanngjarnt, að hann sendi mér helm-
Ing peninganna.”
Haggard tók bendingunni. Og þótt hann skifti eigi
eignúm sínum til helminga við Umslopagaas, þá sendi
hann honum samt afar vandaðan veiðihníf, og var nafn
hans á hann grafið.
LAUÍfAfl PVUIR SIG.
Cecil heitinn Rhodes var allra manna svefnstygg.