Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 91
SAGA 237
og Pétur segir að Páll muni hafa logið þessu öllu. Páll
segir þa'ð geti skeð, að það heyrist aldrei framar, en
Guðmundur á Fossi hafi heyrt það éins og hann. Bað-
stofunni í Kverkatungu var skift í fjögur stafgólf, og
tvær rúmlengdir á breidd. Þá var kona Páls komin heim,
og sváfu hjónin í öðru rúminu fyrir stafni, en Pétur átti
að sofa í hinu. Þegar ljósið er nýslökt og þeir hættir
að skrafa, fara að heyrast högg á baðstofunni. Páll spyr
hvort Pétur sé sofnaður, og hvort hann heyri nokkuð.
Pétur heidur það, og segir að minna megi nú heyra en
þessi læti. Hann manar það helvíti að koma nær, og
segist skuli drepa það. Þá gengu höggin strax inn við
baðstofudyrnar. Pétur manar djöfulinn að nýju, og segir
honunr að koma enn nær. Þá heyrðist það færast nær urn
fet við hvert högg og stefna á rúm Péturs. Þá þagnaði
Pétur, en Páll stökk á fætur, fór fram göng og opnaði
bæjardyrnar, því hann vildí síður að á Pétur væri ráðist,
en var sjálfur hvergi smeikur. Þegar Páll kom inn aft-
ur heyrðust höggin á baðstofuþakinu, og Helga sagði sér
hefði sýnst eitthvað hrökkva á undan Páli, þegar hann
fór út. Þar á eftir var baðstofan barin hvíldarlaust alla
nóttina, en Pétur þagði. Pétur fór þaðan seint um morg-
uninn eftir, og höggunum linti ekki fyr en nokkru eftir
að hann var farinn. Konunni varð Páll að koma burt
td Vopnafjarðar, því hún þorði ekki að haldast við. •—
■Höggin og brestirnir fylgdu henni, hvar sem hún var
stodd, og eins eftir að hún kom til Vopnafjarðar, án þess
þó aö yfirgefa Pál að fullu, sem bjó áfram í heiðarkotinu