Saga: missirisrit - 01.12.1926, Blaðsíða 71
SAGA
217
Uppgötvanir og vísindi.
FLUGREIÐIN.
I.
Ef langafi og langamma, mættu líta upp úr gröf
sinni, og horfa á loftförin fljúgandi yfir höf og lönd,
kafbátana stinga sér, sem bruna áfram neðansjávar, og
bifreiöarnar þeysa um borgir og bygðir, þá héldu þau
víst, að þau væru komin til undralandanna, sem æfin-
týrin sögðu þeim frá í æsku. Og þó er þetta þrent, sem
hér er taliS, lítill hluti allra þeirra galdra og gerninga,
sem mannvitiS hefir seitt fram úr myrkrinu og út i
ljósiS á síSustu árum.
Tuttugasta öldin breytir óSfluga hverju æfintýrinu
i veruleika. Og nú er gandreiSin forna aS fá á sig nýj-
an blæ. En svo mætti kalla flugreiS þá hina nýjustu,
er upp hefir veriS fundin, sem er ekkert annaS en, fljúg-
andi bill, eSa (bif)reiS meö vængjum, sem flýgur í loft
UPP> þegar þeim er lyft í sundur, en rennur á jörSu
niöri, þegar þeir lokast saman. FlugreiS þessi hefir
veriS reynd meS góSum árangri á Þýzkalandi, þar sem
ht'in er fundin upp, en marga búningsbótina á hún enn
eftir aS öSlast, þar til hún getur orSiS almenningi aS
notum. En eins og fluglistinni hefir fleygt fram á ör_
fáum árum, þá er engin ástæSa til aS efa, aS flugfákur