Dagrenning - 01.04.1946, Síða 10
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Uppruni landvættanna.
EGAR ísland fékk sjálfstæði sitt 1918,
var ákveðið að upp skyldi tekið sérstakt,
þjóðlegt íslenzkt ríkisskjaldarmerki. Með
konungsúrskurði 12. febrúar 1919 var skjald-
armerkið ákveðið og skyldi það vera „krýnd-
ur skjöldur og á hann markaður fáni íslands.
Skjaldberarnir eru hinar alkunnu landvættir
þannig: dreki, gammur, uxi og iisi“, segir
í úrskurðinum.
Nú, við fullnaðarskilnað íslands frá Dan-
rnörku, hefur skjaldarmerkið verið ákveðið
á ný og að öllu leyti hið sarna og 1918,
nema kórónan er liorfin urn leið og konungs-
valdið. Það er nú næsta einkennilegt að svo
skyldi til takast, að þessar fjórar gömlu land-
vættir skyldu komast í skjaldarmerki íslands.
Við vitum fátt um þann átrúnað, er þeim
fylgdi til forna, og núlifandi kynslóð lætur
sig litlu skipta slíkar kynjasögur og þær, sem
frá slíkum landvættum segja. Ýmsir eru þeir
þó, sem cnnþá hafa ánægju af því að athuga
þessi görnlu, fánýtu fræði, sem oft búa yfir
huldum leyndardómum, og er ég einn þeirra.
Idef ég því stundum verið að velta þessari
landvættasögu fyrir mér og komizt að lok-
um þar að niðurstöðu, sem mér þykir þess
verð, að segja öðrum frá, svo athyglisverð
er hún að mínum dómi.
II.
A F frásögnum íslendingabókar og Land-
námu vitum við, að aðalhöfundur hinna
fyrstu laga, er giltu á íslandi, var Úlfljótur,
sá er bjó í Lóni á Austurlandi og fyrstu lög
íslendinga voru síðan við kennd. Fátt eitt
vita menn nú með vissu um, livað í þeim
lögum var, því að þau eru ekki lengur til
sérstök, og ekki auðgert að sjá, hvað af Grá-
gásarlögum er frá Úlfljóti og hvað er þar
yngra. í Landnámu geymast örfá, en merki-
leg atriði, sem með fullri vissu má telja, að
hafi verið í hinum fyrstu lögum. Þar segir
m. a. svo: „Það var upphaf enna heiðnu
laga, at menn skyldu eigi hafa höíuðskip í
hafi, enn ef þeir hefði, þá skyldi þeir af
taka höfuð, áður þeir kærni í lands sýn ok
sigla eigi at landi með gapandi höfðum ok
gínandi trjónum, svá at landvættir fælist
við.“
Þar sem ætla má að grein þessi hafi verið
upphafsgrein eða byrjun hinnar fyrstu ís-
lenzku löggjafar, er það æði athyglisvert, að
hið fyrsta, sem þau tiltaka, er að ekki megi
styggja landvættirnar. Sýnir þetta, að þegar
Úlfljóts-lög voru sett, hefur sá átrúnaður
verið almennur, að yfir landinu væri vakað
af vættum, sem fyrst og fremst hefðu það
hlutverk að gæta þeirra, sem að garði bar.
Landsmenn virðast hafa litið á landvættirnar
sem eins konar verði — eins konar lífvörð
lands og þjóðar.
Af þessari grein Úlfljótslaga verður ekkert
ráðið urn það; hvers konar „verur“ þessar
landvættir voru að dómi fornmanna.
Það er fyrst Snorri Sturluson, sem segir
frá því í 33. kapítula í sögu Ólags Tryggva-
4 DAGRENNING