Dagrenning - 01.04.1946, Page 11
sonar í Heimskringlu. Snorri segir þar frá
því, að íslendingar hafi rnjög reiðst Haraldi
konungi Gormssyni í Danmörku fyrir það,
að liann lét upp taka fé allt, sem íslenzkir
menn áttu, er brotið höfðu skip sitt í Dan-
mörku, og kölluðu Danir vogrek. Gripu Is-
lendingar^ þá, eins og stundum síðar, til
þeirrar hefndarinnar, sem ekki er hvað bezt
— níðsins, og segir Snorri, að það hafi verið
„í lögum haft á íslandi, að yrkja skyldi um
Danakonung níðvísu fyrir nef hvert, er á
var landinu“, út af þessum atburði.
Mjög sýnist nú tilefnið til þessa mikla níð-
kveðskapar lítilvægt, en hafi svo verið, að
„allir íslendingar hafi Ilarald konung nídd-
an“, eins og Snorri kemst að orði, er ekki
að undra, þótt hann vildi hefna níðsins.
Hann ætlaði líka að gera gagnskör að því
eitt sinn, er hann var staddur í Noregi ög
herjaði á ríki Hákonar jarls og hafði lagt
það svo gersamlega í auðn, að í Sogni stóðu
aðeins fimm bæir eftir óbrenndir.
Hvort tveggja mun nú hafa verið, að Har-
aldi konungi hefur ekki verið vel kunn sjó-
leiðin til íslands og að her hans mun ekki
liafa verið þess fýsandi að leggja í þá löngu
og tvísýnu för. Hann fær því „mann einn
fjölkunnugan“ til þess að fara fyrir sig til
íslands „í hamförum“, í eins konar njósnar-
för til þess að vita hversu örðugt sé að sækja
íslendinga heim. Maður þessi brá sér í livals-
líki og synti til íslands. Og er nú rétt að
Snorri segi sjálfur frá: „En er hann kom til
landsins,“ segir Snorri, „þá fór hann vestur
fyrir norðan landið. Hann sá að fjö 11 öll og
hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt,
en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vopna-
fjörð, þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði
á land að ganga. Þá fór ofan úr dalnum
drcki mikill og fylgdu honum margir ormar,
pöddur og eðlur og blésu eitri á hann, en
hann lagðist í brott vestur fyrir landið allt
fyrir Eyjafjörð, fór hann inn eftir þeim firði,
þar fór 4 móti honurn fugl svo mikill, að
vængirnir tóku út fjöllin beggja megin, og
fjöldi annarra fugla bæði stórir og smáir.
Braut fór hann þaðan og vestur um landið
og svo suður í Breiðafjörð og stefndi þar inn
á fjörð. Þar fór móti honum griðungur rnikill
og óð á sæinn út og tók að gclla ógurlega,
fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór
hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi
ganga upp á Vikarskeiði. Þar kom á móti
honum bergrisi og liafði járnstaf í hendi,
og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir
aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann
austur með endlöngu landi — „var þá ekki,
segir hann, nema sandur og öræfi og brim
mikið fyrir utan, en haf svo mikið milli land-
anna, segir hann, að ekki er þar fært haf-
skipum.“ Þegar Haraldur Gormsson fékk
þessar fréttir af landvættum íslendinga og
hinu mikla úthafi, leizt honum ekki að leggja
í förina,'en sneri aftur frá Noregi heirn til
Danmerkur, og hefndi aldrei níðsins.
Þegar litið er á þessa sögu, er augljóst, að
menn hugsa sér landvættina geysilega marga,
heilan her af minni og stærri vættum. En
fyrir hverjum her ræður fyrirliði, sem er svo
stór og sterkur, að ógn stendur af, jafnvel
sjálfum hvalnum, sem þó er stærsta skepna
hafsins og ætti því ekki að láta allt á sig fá.
Þegar hættan steðjar að, safnar foringinn
saman öllum vættum sinnar tegundar — öll-
um, sem berjast eiga undir hans merki, —
og heldur liðinu á hættustaðinn, albúinn að
leggja til orustunnar, ef óvinurinn telur sér
þá'ekki hyggilegast að flýja. Ég tel mikils-
vert að átta sig vel á þessu atriði með tilliti
til þess, sem síðar verður sagt.
Hér er ekki ætlunin að ræða til neinnar
hlítar hvað landvættirnar upphaflega tákn-
uðu eða hvernig þær síðar breytast á ýmsa
lund, heldur alveg sérstaklega að athuga
þessa einkennilegu sögu, scm okkar frægasti
sagnritari, Snorri Sturluson, hefur varðveitt
DAGRENN ING 5