Dagrenning - 01.04.1946, Side 18

Dagrenning - 01.04.1946, Side 18
Biblían geymir sögur af því og hvernig það merki varð til og hvert það var, og er sú saga í 4. Mósebók, 21. kapítula, og er á þessa leið: „ísraelsmenn voru á leiðinni til Kana- anslands frá Egyptalandi, en urðu að leggja leið sína kringum land Edomita, en lýðnum féllst hugur á leiðinni og tal- aði gegn Guði og Móse og sagði: Hví leidduð þið oss brott af Egyptalandi, til þess að vér dæjum á eyðimörkinni, því að hér er hvorki brauð né vatn og vér crum orðnir leiðir á þessu léttmeti. Þá sendi Drottin eitraða höggonna rneðal lýðsins, og þeir bitu fólkið, svo að margt manna dó af ísrael. Þá gekk lýðurinn til Móse og sagði: Vér höfum syndgað, því að vér höfum talað í gegn Guði og þér, bið þú Guð, að hann taki höggorm- ana frá oss. Móse bað þá fyrir lýðnurn. Og Guð sagði við Móse: G/ör þér eitur- orm og set hann á stöng, og það skal verða, að hver sem bitinn er og lítur á hann, skal lífi halda. Og Móse gjörði höggorm af eiri og setti á stöng, og það varð, að ef höggormur hafði bitið ein- hvern og hann leit til eirormsins, þá hélt hann lífi.“ Þannig er frásögn Biblíunnar um eirorm- inn, eftirlíkingu eiturormanna í eyðimörk- inni. Þetta merki fylgdi ísraelsmönnum ávallt síðan og þótti hinn dýrmætasti gripur. Eirormurinn var geymdur í musteri Salo- mons sem eitt helgasta tákn ísraelsþjóðar- innar allt þar til er Ísraelsríki leið undir lok — 726—718 f. Kr. Þá var eirlíkan þetta eyði- lagt í hinni rniklu trúarbyltingu, sem Hiskía Júdakonungur stóð fyrir, og fram fór vafa- laust vegna þess, að menn sáu spádóma hinna fornu spámanna rætast svo greinilega á Ísraelsríki, sem þá var að líða undir lok að fullu og öllu, eins og skrifað stóð í spá- dómsbókum þeirra að verða mundi. Nú finnst mér sem það liggi beint við, að ísraelsmenn liafi tekið upp þetta merki í stað merkis Júdaættkvíslar, sem horfið hafði við aðskilnaðinn. Hér á landi er svo að kalla ekkert til af höfuðritum Gyðinga, nema Biblían, og hún segir ekkert beinlínis um þetta, en þar mundi e. t. v. vera hægt að sjá, hvort þessi tilgáta míri er rétt. Mun ég reyna að ganga úr skugga um það síðar, ef tækifæri gefst. Sé þessi tilgáta mín rétt, þá hefði skipun hermerkja í Ísraelsríki, eftir skiptingu þess, verið þcssi: Að sunnan mannsmerki, — að vestan nautsmerki, — að norðan fuglsmerki og að austan ormsmerki. En þctta eru nákvæmlega sömu merkin eða verurnar og frá er sagt í landvættasögu Snorra í Heimskringlu, og þeirn er á báðum stöðunum nákvæmlega eins skipað niður eftir áttum. Þá er það og sameiginlegt, að í Jijóðtrú beggja Jijóðanna, ísraelsmanna og ís- ltndinga, er hlutverkið, sem Jiessar verur hafa með höndum, nákvæmlega hið sama, þ. e. að vaka yfir þjóðunum og vernda þær gegn aðsteðjandi hættu. Nú er eðlilegt að menn spyrji: Hvernig getur á þessu staðið? Elvernig má það vera, að hér á íslandi komi fram hin fjögur her- merki Israels, með öllum þeim átrúnaðar- einkennum, er þeirn fylgdu fyrrurn, og að Jiau fcstist hér í þjóðtrúnni sem landvættir íslands? Þessum spumingum verður tæpast svarað svo, að ekki verði hægt að véfengja svarið, en Jió má færa fram nokkur rök fyrir því, hvernig á þessu gæti staðið, og vil ég nú liér á eftir reyna að benda á fáein atriði, sem mér þvkir þess verð að vera dregin fram í dagsljósið í þessu sambandi. 12 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.