Dagrenning - 01.04.1946, Side 19
IX.
X.
EGAR maður hugleiðir það, að landvætt-
irnar eru sömu merkin eða „verurnar“
og frá er sagt í Biblíunni, lægi næst að
áh'kta? að hér væri um að ræða áhrif frá
kristninni. Og ekki dregur það úr, í því
sambandi, að einmitt þrjár þessara sömu
„vera“, eða merkja, eru einnig tengdar við
guðspjöllin, og hafa þannig fvlgt kristninni
út um allan heirn allt frá fyrstu tíð hennar.
Á gömlum altaristöflum og prédikunarstól-
um og öðrum málverkum úr kaþólskum sið
eru guðspjallamennirnir oft málaðir með
þessum verum og eru þær hver um sig merki
hinna fjögurra guðspjallamanna.
En ef hér væri um að ræða áhrif frá
kristniboði rómversku kirkjunnar, eða guð-
spjöllunum, þá liefðu landvættirnar liér átt
að vera nákvæmlega hinar sömu og Biblían
segir frá, — þ. e. maður, naut, fugl og ljón.
— En svo er ekki að öllu leyti, eins og áður
er sagt, þar sem „ormurinn" eða „drekinn“
er, í landvættasögu íslendinga, kominn í
stað ljónsins í frásögnum Biblíunnar, eins
og þær eru bæði í Gamla- og Nýjatestament-
inu. Af þessari ástæðu tel ég að landvætta-
trúin hafi borizt hingað eftir öðrum leiðum
en með kiistniboðim1, eða fyrir áhrif frá
kristninni, og sé því miklu eldri hér á ís-
landi, eða hjá þeinr kynþætti, sem íslending-
ar eru af komnir, en kristniboð rómversku
kirkjunnar er á Norðurlöndum.
En ef svo væri, hlyti sá k\’nþáttur, sem
íslendingar eru af komnir, að vera á ein-
hvern liátt tengdur hinum fornu íbúum
Ísraelsríkis, því að þaðan rirðast landvætt-
irnar vera komnar, það sýna verurnar bezt
og niðurröðun þeirra, eins og líka landvætta-
trúin sjálf virðist skilgetið afkvæmi verndar-
englatrúar Gamlatestamentisins. Mun ég nú
drepa á nokkur atriði, sem ótvírætt benda
til þess að þetta geti átt sér stað.
EGAR rekja skal þessa sögu, verður auð-
vitað að byrja á því að reyna að rekja
feril ísraelsþjóðarinnar gömlu, en til þess
verður að hverfa aftur r tímann um meira
en 2500 ár, eða til árabilsins 720—675 f. Kr.
Þá gerðust þeir atburðir, að Ísraelsríki eða
Norðurríkið, eins og það var kallað til að-
greiningar frú Júdaríki, sem líka var kallað
Suðurríkið, leið undir lok. Segir frá þessu
á nokkrum stöðum í Gamlatestamentinu,
þ. á. m. í II. Konungabók, 17 kap., þar stend-
ur þetta: „En á níunda ríkisári Hósea vann
Assyríukonungur Samaríu og herleiddi Ísraeí
til Assyiíu. Fékk hann þeim bústað í Hala
og Habór, fljótið í Gózan og í borgum
Meda.“ Hér mun einna greinilegast vera sagt
frá því, hvert ísraelsmenn úr Norðurríki
ísraels voru herleiddir. En það er nú eins
með þetta og flest annað í Biblíunni, að
hina svonefndu fræðimenn greinir nokkuð
á um hvar þessir staðir eru. Það virðist þó
í raun og veru öll tvímæli af tekin um það
í síðustu orðum setningarinnar, því að þar
er beinlínis sagt, að J>eim hafi verið fengin
aðsetursstaður „í borgum Meda“. Virðist af
þcssu augljóst, að hin herleidda þjóð hefur
verið látin setjast að í Medíu. En á þeim
tímum, sem hér um ræðir, var Medía lítið
land samanborið við það, sem síðar varð,
þegar Medar og Persar tóku höndum saman
og lögðu undir sig hið mikla Babyloníuríki.
Á dögum Assyríukonunga var Medía land-
svæði það, sem liggur að suðurenda Kaspía-
hafs og austan við það. Fjöllótt land mjög
og ófrjótt og liggja að því eyðimerkur að
austan. Ekki er hugsanlegt að „borgir Meda“
hafi verið annars staðar en í Medíulandi og
hafa þá ísraelsmcnn verið fluttir alla leið
þangað austur eftir vafalaust í því skyni fyrst
og fremst, að þeir ættu sem ógreiðast um
vik að sækja aftur lieim í ættland sitt.
DAGRENNING 13