Dagrenning - 01.04.1946, Page 24

Dagrenning - 01.04.1946, Page 24
in Isaak shall thy seed be called“. Rétt þýtt á nútíma íslenzku væri þetta: „Við ísak munu afkomendur þínir kenndir verða“. Vafalaust hefur nú Levítunum, sem fylgdu ísraelsmönnum í útlegðina, verið kunnugt um þetta fyrirheit, og því ekki ólíklegt að þjóðin hafi í útlegð sinni tekið upp, að kenna sig við nafn ísaks, því að líkindum hefur henni verið bannað að kalla sig sínu gamla nafni í hinu nýja heimkynni norður við Kaspíahaf. Um Saxana viturn við svo það með fullri vissu, að þeir brutust gegnum alla Evrópu og loks til Bretlandseyja 450—600 e. Kr. og stofnuðu þar mörg ríki, sem flest báru nafn þeirra, og bera sumir landshlutar þar nöfn enn í dag, sem stytt eru úr þessurn nöfn- um. Þar eru t. d. Vessex, sem þýðir Vestur- Saxaland, Essex, sem þýðir Austur-Saxaland, og Sussex, sem þýðir Suður-Saxaland. Af þessum þjóðflokki og bræðraþjóðum hans — sérstaklega Anglum — eru hinar engilsaxnesku þjóðir komnar, sem nú byggja Bretlandseyjar, Samveldislöndin brezku og Bandaríki Norður-Ameríku. Verður þessi grein nú ekki rakin hér meir, en ég taldi rétt að rekja hana fyrst, því að þá verður auðskildara það, sem á eftir kem- ur, sérstaklega þeim, sem lítið eða ekkert hafa kynnt sér þessi mál áður. Af þessari sömu grein voru Gotar, sem sjálfir kölluðu sig guðs-þjóð og fyrstir rituðu Biblíuna á Evrópumál, og ýmsar fleiri þjóð- ir, sem við sögu koma á fyrstu 500 árunr tímatals vors og verður ekki farið frekar út í þá sálma að þessu sinni. XIII. ÉR hef ég þá rakið það í aðaldráttum, sem vitað er um meginþorra fsraels- manna, þann er herleiddur var til stranda Kaspíahafs og fengið aðsetur í „borgurn Meda“ í lok 8. aldar f. Kr. Hinir auknu forn- leifafundir og hinar gömlu rúnaristur, sem sífellt er verið að ráða, varpa ávallt meira og bjartara ljósi á þennan merkilega þátt sögunnar. En það sem ég hingað til hef sagt er eins konar undirbygging undir lokaþátt minn í þessu rnáli, en það er að revna að sýna fram á sambandið milli landvætta okk- ar og hermerkja Ísraelsríkisins. En til þess að það samhcngi verði ljóst, verður að víkja hér nánar að einni af þeim tíu ættkvíslum, sem Ísraelsríki mynduðu. Sú ættkvísl er Dansættkvíslin. Ef litið er á sögukort af Palestínu, þar sem sýnt er hvernig ættkvíslir ísraels skip- uðu sér þar niður til forna, sést að Dans- ættkvísl hefur búið á litlu landsvæði alveg úti við Miðjarðarhafið. Hún og Benjamíns- ættkvísl áttu lönd á landamærum ísraels- ríkis og Júdaríkis, og hafa því eðlilega orðið b rir margs konar óþægindum, öðrum frern- ur, um það bil er hið forna Ísraelsríki klofn- aði. Það fór líka svo, að önnur þessi ættkvísl og allt land hennar — þ. e. Benjamínsætt- kvíslin — lenti undir Júdaríki, en hin — Dansættkvíslin — virðist þá verða landlaus og hverfur úr sögu Ísraelsríkis skömmu síð- ar. í Deboruljóðunum kemur það fram, að Dans-niðjar eru sjómenn. Þar stendur þetta: „Og Dan — hvers vegna dvaldi hann við skipin“. í arfsögnum Gyðinga eru Danítar taldir sjómenn og siglingamenn. Dansætt- kvísl var all stór, en land hennar var lítið. Það varð þröngt um hana og er a. m.k. frá því sagt á tveim stöðum í Biblíunni, að hópar af Dansættkvísl tóku sig upp og fóru burt úr landi sínu og settust að annars stað- ar. Þeir höfðu þann einkennilega sið, að kenna þá staði, sem þeii dvöldust á, við sig eða nafn Dans, forföður síns. í Jósúabók 19. kap. 47. v. segir: „Og land Dans sona gekk undan þeim. Þá fóru Dans-synir og herjuðu á Lesem og unnu hana og tóku hana herskildi, slógu síðan eign sinni á hana og 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.