Dagrenning - 01.04.1946, Side 26

Dagrenning - 01.04.1946, Side 26
sér að arfleifð til búsetu, því að henni hafði eigi til þess dags hlotnazt nein arf- leifð rneðal ættkvísla ísraels." Loks fékk hún athvarf út við ströndina. Hún hefur því leitað út á hafið h'rst og frernst og gerzt sjómenn. í átökunum milli Ísraelsríki og Júdaríkis hefur hún séð þann kostinn vænstan að yfirgefa heimkynni sín. Nokkur hluti hennar fluttist norður í Dan (Lasis-borg), sem þeir lögðu undir sig, og tilheyrði Ísraelsríki, en ekki Júdaríki. Menn hefur furðað stórlega á því, að í einhverju merkilegasta ættartölusafni Biblí- unnar, en það er í 9 fyrstu kapítulum 1. Kronikubókar, þar sem raktar eru ættartöl- ur ættkvísla ísraels, allt til Adarns, þar er Dans-ættkvíslin ekki nefnd á nafn. Vilja menn af þessu draga þá ályktun, að hún muni þá, þegar þessi ættartala er skráð, vera farin úr landi, og er ýmislegt sem bendir til þess, að svo hafi verið, a. m. k. að mestu leyti. XIV. ÆRI nú svo, að Dans-ættkvíslin hefði yfirgefið Ísraelsríki fvrst allra ættkvísl- anna, er alveg vafalaust að hún hefði skilið eftir sig á leið sinni um Evrópu, Asíu eða Afríku einhver þau örnefni, sem rekja rnætti slóð hennar eftir. Margt bendir til þess, eins og áður er sagt, að Danítar hafi verið sjó- menn og þess vegna rnætti alveg eins vænta þess, að slóð hennar yrði helzt rakin með því að fylgja ströndum eða vatna- leiðum, því að óefað hafa þeir haldið þeim forna sið, að kenna dvalarstaði sína við Dan, forföður sinn. En áður en að leið þeirra verður leitað með þessum hætti, er rétt að minnast hér lítið eitt ævafornrar grískrar sagnar, sem einkennilega vel kemur heim við þær tilgátur, sem hér um ræðir. Þessar fornu grísku og egypsku sagnir segja frá því, að unr 1600 f. Kr. hafi komið stór flokkur rnanna sjóleiðis frá Egyptalandi til Grikklands. Nefndist foringi fararinnar Danaus, en flokkurinn var nefndur þá og síðar Danáar. Koma þeir við sögu í frásögn- um af Trojubardaga í Illionskviðu og víðar hjá Hómer. Þessir Danáar eiga að hafa kom- ið frá Egyptalandi vegna missættis við kon- ung Egypta. Gæti þetta bent til þess, að ísraelsmenn hefðu reynt að gera uppreisn gegn Egyptalandskonungum, er ánauð þeirra þar í landi fór að þyngjast, og Dans- ættkvísl hafi staðið fyrir þeirri uppreisnar eða flóttatilraun. En eins og kunnugt er var það ekki fyrr en urn 200 árum síðar, eða um 1400 f. Kr., sem Móse tókst að leiða ísraelsmenn burt frá Egyptalandi. Þessir Danáar settust að á vestanverðum Balkanskaga og hafa greinzt þar í tvo flokka,. eða búið aðgreindir, og nefndust þeir, sem norðar bjuggu Dar-Danir, sem þýðir að sögn fróðra manna í hebresku máli Norður-Danir. í hinu ágæta riti Adams Rutherfords, er ég áður vitnaði til, segir á þessa leið: „Það er alkunna og þarf ekki frekar urntals við, að Danáar fóru til Litlu-Asíu og sátu um Trójuborg, sem stóð nokkru fyrir sunnan Dardanellasund. En hvað gerðist síðan? Hanney segir í Europian and Other Race Origins, bls. 460—461, að „Danáar, sem höfðu dvalið í Dar- daníu á Trójudögum, en farið yfir Dar- danellasund eftir fall borgarinnar og gef- ið því nafn sitt, fóru í norðurátt, og nafn þcirra hverfur úr sögu Grikkja.“ Við Dardani er enn kenndur smábær einn á strönd Litlu-Asíu (á kortum er hann nefnd- ur Canak-Kale, sem er hið tyrkneska nafn á bænum) og við Jiá er einnig kennt hið sögufræga og þýðingarmikla sund rnilli Balkanskaga og Litlu-Asíu — Dardanella- sund. Sagan segir, að Danáar Jiessir hafi komizt til mikilla valda á Grikklandi og urn langt 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.