Dagrenning - 01.04.1946, Page 29
ritum nefnd Vanakvísl — og rétt fyrir
sunnan Kákasusfjallgarðinn er vatn, senr enn
í dag heitir Vanasjór. Við Vanasjó stendur
smábærinn Van, og eru þar nriklar fornar
rúnaristur, sem ennþá hefur ekki tekizt að
ráða til-fulls. Margar þeirra eru þó ráðnar,
því að þær eru á ævafornri hebresku. Athygl-
isvert er í þessu sambandi, að orðið „van“
eða „vanir“ er af hebreskum uppruna og
nrerkir „landlaus", — þ. e. sá, sem hvergi
á heima.* Ekki verður það nú sannað, að
á sú, sem áður var kölluð Vanakvísl eða
Tanakvísl, en nú er kölluð Don, sé dregin
af Dans nafni, en ýmislegt bendir til þess,
þ. á. m. það, að hjá norrænum þjóðurn
verður framburðurin neins á Dana-á og
Tanais, þar sem önnur fær nafnið Dóná en
hin Don.
Norðan Dónár, eða þar sem nú lieitir
Rúmenía, bjó á öldunum næstu fyrir og eftir
Krists fæðingu harðsnúin þjóðflokkur, sem
Rómverjar nefndu Daka eða Dakía. Gerðu
þeir oft hinn mesta usla í Rómaríki og loks
kom þar að Trajan Rómverjakeisari fór með
her á hendur þeim og lagði land þeirra —
Dacíu — undir Rómaríki árið 107 e. Kr.
Svo virðist sem Dakíar hafi verið Dans ætt-
kvísl eða brot af henni. í Encyklopedia
Brittanica er að finna athvglisverða athuga-
semd urn hermerki Daka. Þar segir í kafl-
anum um drekamerkið á þessa leið:
„Rómverjar fengu drekamerkið frá
Dakíum, er þeir sigruðu á dögurn Traj-
ans keisara. Hjá Rómverjum varð dreka-
merkið síðan herflokksmerki í her þeirra,
en örninn varð herdeildarmerki. Af þessu
forna drekamerki Dakíanna eru með
* Hér má minna á hina einkennilegu frásögn
Snorra Sturlusonar um bardaga Ása og Vana
(Hkr. 4. kap.) og viðskipti þeirra og höfðingja
skipti.
Jangri þróun komin drekamerki nútím-
an s.“
Kernur hér dreka- eða ormsmerkið ein-
kennilega fram í sögu þessarar fornu þjóðar,
sem fátt er annars vitað um og nú er öllum
týnd fyrir löngu. Urn íbúa Dacíu er það síð-
ast vitað, að þeir hverfa undan Húnurn
norður og vestur á bóginn, eins og bæði
Saxar og Gotar, og ekki spyrst til þeirra fyrr
en löngu síðar og verður á það minnst síðar.
Greiðfærasta leiðin úr Dacíu til norðurs og
vesturs liggur fram með Karpatafjöllum og
niður á Póllandssléttuna. Það einkennilega
vill nú til að einmitt þar rekumst við á eitt
Dans-nafnið enn, sem sé í borgarheitinu
Dan-zig. Hvað þessi borg hefur upprunalega
heitið, er ekki hægt að færa fullar sönnur á,
því að nöfnin á henni eru tvö og bæði æva
forn. Ilitt nafnið er Gdania, svo að af því
sést að höfuð stofninn í því er einnig „Dan“
— cins'Og í Danzig. Líklega rnerkir Dan-sig,
cða G-dan-ia upphaflega Danaflói eða Dana-
ós, en ég mun ekki að þessu sinni fara út
í að rökstyðja það.
Höfum við þá rakið leið Dansættkvíslar-
innar sunnan frá heimkynnum hennar, fyrst í
Egyptalandi og svo í Palestínu, til Grikklands
og þaðan um Dardanella-sund, eftir Dans-á
(eða Dóná) og yfir Dan-íu (eða Dacíu) allt til
Dansig (eða Dans-flóa) við Eystrasalt. Margt
bendir og til þess að stór hópur af þessari
ættkvísl hafi haldið áfram lengra norður með
ströndum Svartahafsins og upp Donfljótið
í Ukraínu, sem þá hét Skýþía eða Svíþjóð
hin mikla, og sest þar að. Allt þetta hcfur
gerzt á tímabilinu frá 1600 f. Kr. og til ca.
400 eftir Krists fæðingu.
XVI.
J^OKS skal þá nefna hér síðasta áfangann,
en það er för Dana til Dannrerkur. Um
500 e. Kr. kemur fram á eyjunum rnilli Jót-
landsskaga og Svíþjóðar harðsnúin víkinga-
DAGRENNING 23