Dagrenning - 01.04.1946, Side 38

Dagrenning - 01.04.1946, Side 38
þryms, liggur Hallormsstaður. Fleiri Hall- ormsnöfn eru ekki knnn á íslandi, en eitt í Noregi frá því um 1400. Ketilormur er maður nefndur í Droplaugarsona sögu og er einn um nafnið. Hann bjó við Lagarfljót, eins og Hallormur sá, sem Hallormsstaður er við kenndur. Veðrormur Vémundarson vinur Ketils þnmis, er og einn um nafn sitt. Hann bjó austur á Jamtalandi, og sótti Kctill bann þangað heim. Þórormamir eru þrír, sem hægt er að staðfæra. Einn bjó í Þrumu á Ögðum, hinu gamla heimkynni Ketils þtyms hins elzta, annar í Þórormstungu í Vatnsdal, og var bróðir Hallorms tengdason- ar Ingimundar, sá þriðji var frá Rauðamel og dóttursonur Tungu-Odds. L.oks er það svo Ráðormur landnámsmaður í Vétleifs- holti, bróðir Jólgeirs. Vegna nafnanna hygg- ur Lind þá bræður helzt liafa austnorræna verið. Lind nefnir úr Noregi þessi „orm“- nöfn, auk þeirra, sem áður voru talin: Land- ormsstaðir heitir bær í Veradal. Frá því byggðarlagi komu þeir Ketill þrymur og Graut-Atli. Frá lokum miðakla eru tveir Lindormar kunnir, annar á Hálogalandi, en hinn á Janrtalandi. Ætlar Lind að Lindorms- nafnið muni vera „lánað“ frá Svíþjóð. Ég held það sé óhætt að segja hið sama um allan „orm“-nafnaflokkinn í heild. Ilann hefur naumast fest rætur í Noregi og virðist bundinn við umhverfi þeirra fáu landnáms- mannaætta, sem raktar verða til Nórs kon- ungs úr Austurvegi.“ (Heigafeil 1942, bis. 307-308). Það verður býsna erfitt að mæla því í gegn, þegar þessi rök eru fram færð, að ætt Brodd-Helga sé ekki einnig, eins og hinar, komin austan úr Svíþjóð eða jafnvel enn Iengra austan að — líklcga alla leið austan frá þeim slóðum, sem hinir fornu ísraels- menn dvöldu lengst á undir nöfnum eins og Skýþar, Gotar o. fl., sem áður er á drepið. Það er alveg tvímælalaust að „orms“- eða drekanafnið var fast tengt við þessa ætt og bendir það til þess að „ormurinn" hafi ein- hvern tíma verið hermerki þessarar fornu ættar og átrúnaður hafi verið við hann bundinn. Kenrur hér fram sama líkingin og hjá Þórði gelli, og enn greinilegra verður þetta, ef þjóðsagan um Lagarfljótsorminn er tekin með í samanburðinn, en þeir Graut- Atli og Ketill þrymur — afkomendur þess- arar austrænu „orms“-ættkvíslar — bjuggu einmitt sinn hvoru megin Lagarfljóts, og höfðu „orminn“ þar á milli sín í fljótinu. XVIII. AÐ, sem hér hefur verið rakið af ættum þessara fjögra höfðingja Sögualdarinnar, sýnir ljóslega að þeir eru aiiir ættaðir úr Austurvegi. Þeir eru því að líkindum allir afkomendur þeirra manna, sem sögur okkar segja að komið hafi austan frá þeim slóðum, er Israelsmenn hinir fornu bjuggu lengst á. Snorri Sturluson segir berum orðum í Yngl- ingasögu í Heimskringlu, að Óðinn hafi komið með miklu föruneyti austan frá „Tanakvísl í Ásíá.“ Hann segir ennfremur, að þetta hafi gerzt „í þann tíma, er Róm- verja-höfðingjar fóru víða um heiminn ok brutu undir sik allar þjóðir", — þ. e. um Krists fæðingu —. Og Snorri segir ennfrem- ur, að af því „að Óðinn var forspár og fjöl- kunnigur, þá vissi hann at lians afkvæmi myndi um norðurhálfu heimsins byggva.“ Og loks segir Snorri: „Þá setti hann (þ. e. Óðinn) bræðr sína, Vé ok Víli, yfir Ásgarð, en liann fór ok díar allir með honum ok mikit mannfólk annat. Fór hann fyrst vestr í Garðaríki ok suðr í Saxland. Hann átti marga sonu. Hann eignaðist ríki víða um Saxland ok setti þar sonu sína til landzgæzlu. Þá fór hann norðr til sjávar ok tók sér bú- stað í ey einni; þar heitir nú Óðeinsey í Fjóni.“ Og loks segir enn: „Óðinn tók sér bústað við Löginn, þar sem nú eru kallaðar 28 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.